0

Spámaður helgarinnar: Björn Lúkas (UFC 221)

UFC 221 fer fram í kvöld í Ástralíu. Að því tilefni mun Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson birta sína spá fyrir kvöldið.

Björn Lúkas (6-1 í MMA) tók silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í fyrra. Hann er einn af efnilegustu bardagamönnum landsins og fylgist vel með sportinu. Gefum honum orðið.

Léttþungavigt: Tyson Pedro gegn Saparbek Safarov

Þetta eru tveir gaurar sem hafa svipað record, Pedro með 6-1 og Safarov 8-1. Saman hafa þeir bara farið einu sinni í dómaraúrskurð sem var tap hjá Pedro gegn sterkum Ilir Latifi. Þannig að það væri gott veðmál að þessi bardagi fari ekki allar 15 mínúturnar. Pedro er meira fyrir sumbmission en Safarov er meira fyrir rothöggin. Ég ættla að spá heimamanninum Tyson Pedro sigri með submission í fyrstu lotu eins og hann hefur oft unnið áður með.

Veltivigt: Jake Matthews gegn Li Jingliang

Ég veit í rauninni ekkert um þessa tvo. Mjög svipað record, báðir duglegir að klára bardagana sína en Matthews hefur keppt við sterkari andstæðinga. Ég held að Jingliang vinni þetta með TKO í lotu 2. Ég er ekki að byggja þetta á neinu bara algjört gisk.

Þungavigt: Tai Tuivasa gegn Cyril Asker

Þungavigtarar! Sem þýðir að það eru mjög góðar líkur á rothöggi. 2 af 3 töpum hjá Asker eru með rothöggi og Tuivasa er með bakgrunn í atvinnuhnefaleikum og hefur klárað alla bardagana sína í MMA með 1. lotu KO. Þannig að ég held að það fari þannig líka í þessum bardaga. Tai Tuivasa með fyrstu lotu rothögg.

Þungavigt: Mark Hunt gegn Curtis Blaydes

Aftur þungavigtarar! Nýja kynslóðinn á móti gömlu. Það er búið að vera smá vesen með Mark Hunt undanfarið en hann átti að keppa í nóvember en mátti ekki keppa þá vegna slæmra einkenna höfuðáverka. Hunt er líka elsti keppandinn sem berst í UFC í dag og er að nálgast endalok ferilsins. Curtis Blaydes er the new kid on the block en fyrsti bardaginn hans í UFC var árið 2016 og var hans fyrsta og eina tap gegn Francis Ngannou sem við vitum í dag að er freeeekar góður. Curtis Blaydes er með sterkan bakgrunn í wrestling og með þungar hendur. Þetta eru þungavigtarar en Hunt er einn harðasti jaxlinn sem keppir í dag þannig að ég held að hann verði ekki kláraður en unga blóðið tekur við kindlinum. Curtis Blaydes eftir dómaraúrskurð.

Titilbardagi í millivigt: Yoel Romero gegn Luke Rockhold

Þetta verður áhugaverður bardagi. Ég held að allir sem lesa þessa frétt viti hversu góðir þessir tveir eru. Sprengikraftur vs. tækni er lykil orðið í þessum bardaga.

Ég held að Rockhold sé besti millivigtarinn í dag en það sem hann hefur átt erfitt með eru öflugir gaurar sem eru allan tímann in his face. Romero er ekki endilega alltaf að pressa andstæðingana en hann er rugl fljótur að koma sér þangað þrátt fyrir aldur. Það er oft talað um að Romero hafi úthalds vandamál sem gæti alveg verið en hann er samt með fullt af röthöggum í seinni lotum þegar það lítur út fyrir að hann sé búinn á því. Mig langar að segja Rockhold með sigur hvernig sem er þar sem hann er svo góður alls staðar og með gott úthald. Eeeeen Romero er með þennann rugl kraft sem getur lent hvenær sem er og tel ég að hann nái einu þannig höggi á Rockhold. Yoel Romero með rothöggi í 4. lotu.

Björn Lúkas vill einnig benda á að bardagi Rob Wilkinson og Israel Adesanya verði annað hvort besti bardagi kvöldsins eða annar hvor þeirra mun fá frammistöðubónus.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.