spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 222

Spá MMA Frétta fyrir UFC 222

UFC 222 fer fram í nótt þar sem þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Yana Kunitskaya berjast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá spá MMA Frétta fyrir kvöldið.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Yana Kunitskaya

Pétur Marinó Jónsson: Enn einu sinni er Cyborg að mæta bardagakonu sem berst að öllu jöfnu í bantamvigt enda virðist engin framtíðarsýn ríkja í fjaðurvigt kvenna hjá UFC. Svo sem ekki úr mörgu að velja fyrir UFC en hlýtur að vera hægt að finna einhverjar í fjaðurvigt! Hef ekki mikla trú á Kunitskaya. Í besta falli nær hún að lifa af fimm lotur með frábærri leikáætlun en ég held að Cyborg sé alltaf að fara að vinna. Það væri ekki nema Cyborg vanmeti Kunitskaya stórlega, sé meidd eða eitthvað algjört freak of nature gerist svo Kunitskaya geti unnið. Hún er alveg góð en held að Cyborg sé bara miklu betri á öllum vígstöðum. Cyborg með TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Við fyrstu sýn er þessi bardagi bara Cyborg á móti einhverri nafnlausri píu. Það er samt eitthvað sem segir mér að Kunitskaya gæti komið á óvart. Kannski hefur Greg Jackson komist að einhverju rosa leyndarmáli sem þau geta nýtt sér eins og hann hefur ýjað að. Ég býst við nokkuð góðum bardaga en held að Cyborg klári þetta samt sem áður með höggum í kringum þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: UFC er í undarlegri stöðu með Cyborg. Þyngdarflokkurinn sem hún keppir í er fáránlega þunnur (fjórar virkar bardagakonur!) og Cyborg er algjör yfirburðarmanneskja – að öllum líkindum besta kona sem hefur keppt í MMA frá upphafi. Í þetta sinn er það Kunitskaya sem verður leidd til slátrunar. Cyborg með TKO í annarri lotu.

Cyborg: Pétur, Óskar, Guttormur
Yana Kuniskaya: ..

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Brian Ortega

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er talsvert jafnari bardagi. Tveir frábærir bardagamenn. Ortega klárað alla sína bardaga í UFC og spurning hversu mikið Frankie Edgar á eftir. Ortega hefur samt verið að tapa fyrir mönnum eins og Clay Guida áður en hann náði að klára þá í 3. lotu. Frankie hefur aldrei verið kláraður og ég held að það breytist ekki í kvöld. Held að Frankie sé nógu solid í gólfinu og skynsamur til að forðast hætturnar frá Ortega og vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Besti bardagi helgarinnar. Frankie Edgar hefur reynst mörgum mjög erfiður að komast í gegnum og ef Ortega getur það hefur það mikla þýðingu og setur upp rosalegan bardaga við Holloway. Enginn hefur þó náð að klára Edgar og ég held að Ortega geti það ekki heldur. Mig langar að sjá unga blóðið rísa upp en ég held að gamli skólinn taki þetta á endanum. Edgar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Svokallað „people’s main event“ og mjög spennandi bardagi. Edgar er svo mikill nagli og mér finnst alltaf gaman að horfa á hann keppa. Hann hefur unnið alla sem heita ekki Jose Aldo en er þó orðinn 36 ára gamall og reiðir sig mikið á hraðann. Mig grunar að um leið og hann missi snerpuna gætum við séð ansi hratt dropp. Ortega er mjög spennandi en ég er stressaður fyrir hans hönd ef bardaginn fer mikið fram standandi. Einnig á ég erfitt með að sjá fyrir mér að hann nái Frankie í sneaky guillotine eins og hann hefur gert oft áður, t.d. gegn Cub Swanson. Edgar eftir dómaraákvörðun.

Frankie Edgar: Pétur, Óskar, Guttormur
Brian Ortega: ..

Bantamvigt: Sean O’Malley gegn Andre Soukhamthath

Pétur Marinó Jónsson: Þessi verður geggjaður held ég. Sean O’Malley er fáranlega skemmtilegur og Andre Soukhamthath ekki svo slæmur heldur. Ég held samt að O’Malley sé aðeins of hittable núna og mun ekki ná að klára Soukhamthath.  Andre Soukhamthat vinnur eftir TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Sean O’Malley er skemmtilegur karakter en ég er ekki sannfærður um að hann sé nógu góður til að keppa í UFC. Hér fær hann þó andstæðing sem er ekki alveg í toppklassa svo þetta gæti orðið nokkuð jafnt. Ætla að skjóta á að O’Malley haldi áfram að vinna að sinni, TKO í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: O’Malley er ungur og efnilegur og UFC hefur gert sitt besta til að kynna hann grimmt. Ég er ekki seldur á að hann sé í toppklassa enn en gæti átt framtíðina fyrir sér ef þeir byggja hann upp hægt. Soccermom sigrar eftir dómaraákvörðun.

Sean O’Malley: Óskar
Andre Soukhamthath: Pétur, Guttormur

Þungavigt: Stefan Struve gegn Andrei Arlovski

Pétur Marinó Jónsson: Þetta mun annað hvort enda með rothöggi í 1. lotu, enda tveir frekar útbrunnir kallar, eða vera frekar slappt í þrjár lotur. Ég held að þetta verði því miður frekar slappt en Struve endar á að vinna eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Við gætum nánast kastað krónu en þó báðir séu reynsluboltar ætti Arlvoski að vera talsvert slitnari. Byggt fyrst og fremst á því vel ég Struve, rothögg í fyrstu. Kæmi mér hins vegar ekkert á óvart þó það verði öfugt.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir brothættir með glerhöku – það verður einhver meðvitundarlaus í þessum bardaga. Tippa á að Struve taki Struve á þetta og noti faðmlengdina ekkert. Rothögg hjá Arlovski í fyrstu.

Stefan Struve: Pétur, Óskar
Andrei Arlovski: Guttormur

Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Ketlan Vieira

Pétur Marinó Jónsson: Cat Zingano hefur aðeins einu sinni barist fleiri en einn bardaga á ári (2010 og þá tók hún þrjá bardaga) og virðist alltaf vera meidd. Hefur ekki barist síðan í júlí 2016 þannig að það er erfitt að segja hvernig hún á eftir að koma til leiks. Ketlan Vieira er fínasta bardagakona og náði að taka Söru McMann niður og klára hana í gólfinu síðast þegar hún barðist. Ég held að Zingano eigi eftir að byrja af krafti en svo mun Vieira taka yfir og vinna seinni tvær loturnar. Vieira eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég er ansi spenntur fyrir þessum, gaman að fá köttinn aftur í búrið. Zingano hefur verið lengi frá og fær ekki beint auðveldan andstæðing. Vieira kláraði Söru McMann í hennar síðasta bardaga og er ósigruð. Þetta verður hörð viðureign en ég held að Viera nái Zingano í uppgjafartak, segjum rear naked choke í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Cat Zingano er einhver sem ég held að hefði getað náð mjög langt ef hún myndi keppa oftar en einu sinni á ári. Vieira er ekki nema 26 ára, ósigruð og á framtíðina fyrir sér. Hún klárar Cat með rear naked choke í þriðju.

Cat Zingano:
Ketlan Vieira: Pétur, Óskar, Guttormur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular