spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 237

Spá MMA Frétta fyrir UFC 237

UFC 237 fer fram í kvöld í Brasilíu en líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Jessica Andrade

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður áhugavert. Fyrst þegar bardaginn var settur saman var ég á því að Andrade myndi taka þetta og bara rota Rose í 1. lotu. Þó Joanna Jedrzejczyk hafi unnið Andrade þýðir það ekki að Rose ætti líka að vinna Andrade. Ég fór síðan og horfði aftur á seinni bardaga Rose gegn Jedrzejczyk og mundi þá hversu impressive sú frammistaða var standandi. Rose hélt fjarlægðinni ótrúlega vel og hreyfði hausinn mjög vel þannig að Joanna var mikið að kýla út í loftið fyrstu tvær loturnar. Rose þarf að vera mjög hreyfanleg, finna vinkla á leið út og ekki leyfa Andrade að króa sig af upp við búrið þar sem Andrade kemur með þunga króka. Ég er alveg viss um að t.d. Angela Hill og Jessica Penne ætluðu að gera það líka gegn Andrade en tókst ekki. Ég held bara að Rose hafi gæðin sem þarf til að halda sér frá villtum krókum Andrade í byrjun bardagans og komi með sín högg inn á milli. Rose Namajunas heldur beltinu og tekur þetta eftir dómaraákvörðun en Andrade á góðan séns í kvöld og verður þetta því örugglega mjög flottur bardagi!

Óskar Örn Árnason: Getur ekki orðið annað en góður fight. Andrade á eftir að pressa allan tímann og koma inn einstaka þungu höggi. Rose ætti að vera með hraðari hendur, betri tækni og fótahreyfingu, já og betri spörk. Ég held að Rose muni halda sig frá stærstu bombunum og útboxa Andrade. Mögulega mun Rose ná uppgjafartakinu en ég held að hún vinni á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Rose er hrikalega hæfileikarík og ég held að hún sé líka með hárrétt hugarfar. Andrade er skemmtileg áskorun, með góða pressu og höggþyngri. Ég held þó að Rose sé tæknilegri og sigri þetta á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég er ekkert mikið spenntur fyrir þessum bardaga þar sem ég er ekki mikill fan af Rose. Andrade getur samt rotað og ég held að hún geri það. Andrade sigrar á TKO.

Rose Namajunas: Pétur, Óskar, Guttormur
Jessica Andrade: Arnþór

Millivigt: Anderson Silva gegn Jared Cannonier

Pétur Marinó Jónsson: Ég veit ekki hvað UFC ætlar að gera með Anderson Silva. Þetta er að verða smá svona „hvað eigum við að gera við afa?“ eins og í Fóstbræðum. Hann selur samt ennþá miða og sérstaklega í Brasilíu þó hann hafi bara unnið einn af síðustu sjö bardögum sínum. Þetta er líka orðin hálfgerð meðvirkni hjá manni með Anderson Silva. Maður er bara rosa sáttur ef hann er ekki rotaður og er að reyna eitthvað. Einhvern tímann kemur samt tími þar sem þetta er bara orðið gott hjá Anderson. Ef hann vinnur ekki þennan bardaga þá held ég að framhaldið gæti orðið ansi „BJ Penn legt“ hjá Anderson Silva því Jared Cannonier er ekkert merkilegur pappír. Cannonier er vissulega á topp 10 í millivigtinni en það er bara af því hann vann David Branch í sínum síðasta bardaga (sem er sjálfur á síðasta snúning) en hefði hann tapað þar hefði hann verið cuttaður úr UFC. Stutt á milli í þessu. Þessi bardagi gerir því ekki mikið fyrir mig. Þó Anderson sé algjör goðsögn og eigi ekki skilið svona drull yfir sig þá erum við samt að tala um UFC á hæsta leveli og þá þarf að vinna bardaga. Jared Cannonier vinnur á stigum í frekar ómerkilegum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Ekki mest sexy bardagi í heimi en klárlega gott tækifæri fyri Cannonier sem leit vel út í sínum fyrsta bardaga í millivigt. Yngri og ferskari maðurinn hlýtur að teljast miklu líklegri. Silva er ennþá sleipur, sýndi það gegn Stylebender svo það getur reynst erfitt að ganga frá honum. Cannonier vinnur á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Skrítinn bardagi en gæti þó verið ágætur fyrir Silva. Það er erfitt að meta hvar Silva stendur í dag eftir undanfarna bardaga. Hann leit vel út gegn Bisping á köflum og bardaginn gegn Adesanya var hálfgert sparring. Mig langar að trúa svo ég segi Silva með sigur á heimavelli og svo skilur hann hanskana eftir í búrinu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Cannonier var flottur í síðasta bardaga en ég held að það geri mikið fyrir Silva að vera í Brasilíu. Anderson er ekki með umboðsmanninn sinn á svæðinu í fyrsta skipti í mörg ár og það á ábyggilega eftir að trufla hann. Cannonier sigrar eftir einróma dómaraákvörðun.

Anderson Silva: Guttormur.
Jared Cannonier: Pétur, Óskar, Arnþór

Fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Alexander Volkanovski

Pétur Marinó Jónsson: Ólíkt Anderson Silva er Jose Aldo goðsögn sem getur ennþá helling. Það er búið að vera ógeðslega gaman að sjá Aldo vinna síðustu tvo bardaga. Hann sagði í upphafi árs að hann ætlaði að klára síðustu þrjá bardagana sína á samningnum og hætta svo í MMA. Núna virðist hann aðeins vera búinn að skipta um skoðun og langar að hætta sem ríkjandi meistari sem er ekki eins skemmtileg pæling í það minnsta á meðan Holloway er ennþá með beltið. Jose Aldo hefur samt sýnt mér í síðustu tveimur bardögum að hann er ennþá með þetta. Hann er ekki alveg sami bardagamaður og hann var en er samt geggjaður! Hef alltaf fílað Volkanovski líka og fannst hann mjög flottur gegn Chad Mendes. Volkanovski setur menn undir mikla pressu og gefur þeim ekkert rými til að hvíla sig enda gasaði Mendes út í 2. lotu gegn honum. Holloway gerði það sama við Aldo þegar þeir mættust og spurning hvort Volkanovski hafi gæðin til að gera það sama við Aldo. Ég held ekki. Ég held að Aldo sé enn það hættulegur að hann klári Volkanovski. Volkanovski er oft með hendurnar hátt uppi og fína vörn en það er hægt að negla skrokkhöggum á þannig gaura og það hefur Aldo verið að gera vel í síðustu tveimur sigrum. Auk þess virðist hann geta troðið krókum í gegnum vörn andstæðinganna. Jose Aldo sigrar Volkanovski með TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Ástralinn vinni en mér myndi líða betur með það ef bardaginn væri ekki í Brasilíu. Brassar virðast fá auka mátt við að berjast í Brasilíu en hversu langt mun það koma honum? Aldo er alveg baneitraður í fyrstu lotu en ef Volkanovski kemst í gegnum hana ætti hann að vinna. Volkanovski sigrar á TKO í þriðju.

Guttormur Árni Ársælsson: Eins og ég var mikill Aldo maður á sínum tíma þá held ég að hann sé alveg á loka dropunum kallinn. Flottir sigrar gegn Moicano og Stephens en báðir andstæðingar hentuðu Aldo vel. Volkanovski leit svakalega vel út gegn Mendes í síðasta bardaga. Hann stöðvar Aldo í þriðju lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég er verulega spenntur fyrir þessum bardaga. Volkanovski leit verulega vel út gegn Mendes en maður lifandi hvað Aldo var flottur á móti Stephens og Moicano. Ég held að Aldo eigi nóg eftir þrátt fyrir að hann sé aldrei að fara að vinna Holloway. Aldo sigrar á stigum.

Jose Aldo: Pétur, Arnþór
Alexander Volkanovski: Óskar, Guttormur

Veltivigt: Thiago Alves gegn Laureano Starapoli

Pétur Marinó Jónsson: Ég var fyrst á því að Thiago Alves myndi tapa hér og pakka svo bara saman enda er Starapoli aggressívur og Alves orðinn lúinn. Starapoli vann samt ekki merkilega gæja áður en hann kom í UFC og held það vanti gæði hjá honum til að vinna Thiago Alves. Mér finnst samt smá líklegt að Starapoli bara þjarmi að Alves strax og Alves nenni ekki alveg svona stríði á þessum aldri og bogni undan pressunni frá Starapoli. Argentínumaðurinn hefur samt ekki sýnt nógu mikið til að sannfæra mig þannig að ég held að Alves taki þetta með tæknilegum yfirburðum sínum og sigri eftir TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég þurfti að Googla Starapoli, kauði er búinn að vinna 6 bardaga í röð sem er ekki slæmt. Alves er samt eitthvað sem hann hefur ekki séð áður. Eftir öll þessi ár er Alves ennþá hættulegur þó hann hafi dalað. Hann er bara 35 ára og gæti átt nokkur ágæt ár eftir. Ég held mig við gamla brýnið á heimavelli. Alves sparkar Starapoli sundur og saman og rotar hann í þriðju lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Alves er, líkt og Aldo, á seinasta snúning, með margar mílur á mælinum og ég held að hann eigi lítið eftir. Starapoli með KO í fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Thiago Alves er Brassi sem er röngu megin við þrítugt eins og svo margir aðrir á þessu bardagakvöldi. Hann ætti samt að sigra þennan bardaga.

Thiago Alves: Pétur, Óskar, Arnþór
Laureano Starapoli: Guttormur

Hentivigt: Bethe Correia gegn Irene Aldena

Pétur Marinó Jónsson: Upphaflega átti bardagi Carlos Diego Ferreira og Francisco Trinaldo að vera fyrsti bardagi kvöldsins en Ferreira skeit í vigtuninni og getur ekki barist. Finnst þessi kvennabardagi skrítið val inn á aðalhluta bardagakvöldsins þar sem Correia skeit líka í vigtuninni og var 5 pundum of þung í gær. Correia er einn versti íþróttamaður sem ég hef séð í UFC. Enginn sprengikraftur, enginn hraði og frekar lélegar hreyfingar yfirhöfuð. Hún talaði sig upp í titilbardaga gegn Rondu Rousey en átti ekki erindi þangað enda aðeins með einn sigur í fjórum bardögum síðan þá. Aldana getur sett upp mikinn hraða og ætti að gera það gegn Correia sem kemur kannski þreytt inn eftir misheppnaðan niðurskurð. Aldana sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þvílík veisla að fá þennan bardaga á main card. Correia skeit vel upp á bak í vigtuninni sem gæti haft áhrif á bardagann. Þetta verður eitthvað æsispennandi meðalmoð, ég mun sennilega nota tímann til að tæma úr blöðrunni. Aldana vinnur á stigum eftir klofna dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Correia er svo slök að manni finnst hálf vandræðalegt að hún komist á main card. Aldana sigrar þetta á stigum í daufum bardaga.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þekki þessa Aldana lítið en Correia hefur aldrei heillað mig auk þess að hún náði ekki þyngd. Ég held samt að Correia sigri og heimavöllurinn fleyti henni langt. Correia sigrar á stigum.

Bethe Correia: Arnþór
Irene Aldana: Pétur, Óskar, Guttormur

Heildarstig ársins:

Guttormur: 11-9
Pétur: 11-9
Óskar: 10-10
Arnþór: 6-4

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular