0

UFC 237 úrslit

UFC 237 fór fram í nótt í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Rose Namajunas og Jessica Andrade en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það er kominn nýr meistari í strávigt kvenna! Jessica Andrade sigraði Rose Namajunas með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Namajunas átti frábæra frammistöðu framan af og var að hafa betur.

Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir en þetta er í 4. sinn í sögu UFC sem titilbardagi klárast með slammi. Andrade náði að lyfta Namajunas hátt upp í 1. lotu fyrr í bardaganum en þar varðist Namajunas vel og var meira að segja nálægt því að ná armlás strax í gólfinu. Ótrúlegur endir á frábærum bardaga og er Andrade nú nýr strávigtarmeistari UFC.

Anderson Silva tapaði fyrir Jared Cannonier en eftir spark í innanvert lærið gaf eitthvað eftir í hné Anderson Silva og hneig hann niður. Ekki er vitað að svo stöddu hvað gerðist en Anderson Silva var í greinilega í miklum sársauka og haltraði úr búrinu. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Rose Namajunas með rothöggi (slam) eftir 2:58 í 2. lotu.
Millivigt: Jared Cannonier sigraði Anderson Silva með tæknilegu rothöggi (leg kick) eftir 4:47 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði José Aldo eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Laureano Staropoli sigraði Thiago Alves eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Hentivigt (141 pund): Irene Aldana sigraði Bethe Correia með uppgjafartaki eftir 3:24 í 3. lotu.

ESPN upphitunarbardagar:

Léttþungavigt: Ryan Spann sigraði Antônio Rogério Nogueira með rothöggi eftir 2:07 í 2. lotu.
Léttvigt: Thiago Moises sigraði Kurt Holobaugh eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Warlley Alves sigraði Sérgio Moraes með rothöggi eftir 4:13 í 3. lotu.
Léttvigt: Clay Guida sigraði B.J. Penneftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Luana Carolina sigraði Priscila Cachoeira eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Raoni Barcelos sigraði Carlos Huachin með tæknilegu rothöggi eftir 4:49 í 2. lotu.
Bantamvigt kvenna: Viviane Araújo sigraði Talita Bernardo með rothöggi eftir 48 sekúndur í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.