0

Myndband: Michael Page rotaður af Douglas Lima

Bellator 221 fór fram í gærkvöldi. Tveir mjög áhugaverðir bardagar voru þar á dagskrá og sáum við meðal annars Douglas Lima ná mögnuðum sigri.

Þeir Douglas Lima og Michael Page mættust í undanúrslitum í veltivigtarmóti Bellator í gær. Page sýndi ágætis takta í 1. lotu en Lima náði fellu án þess að ná að gera eitthvað mikið með felluna.

Í 2. lotu náði Page góðri hægri á Lima sem virtist vanka hann en nokkrum andartökum síðar sparkaði Lima Page niður. Þegar Page var á leið upp smellhitti Lima með upphöggi og rotaði Page.

Douglas Lima er þar með kominn í úrslit í veltivigtarmóti Bellator eftir sigur á Page og Andrey Koreshkov. Þeir Rory MacDonald og Neiman Gracie mætast svo í seinni undanúrslitaviðureigninni í júní.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust svo þeir Patricio ‘Pitbull’ Freire og Michael Chandler um léttvigtartitil Bellator. Freiri er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og var að fara upp til að skora á Chandler.

Bardaginn endaði með umdeildum hætti. Freire lenti yfirhandar hægri sem felldi Chandler. Freire fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og Chandler snéri sér undan þar sem hann hreyfði sig ekki á meðan Freire hitti fleiri höggum sem gerði það að verkum að dómarinn stöðvaði bardagann. Chandler stökk strax upp og virtist í lagi eftir að bardaginn hafði verið stöðvaður. Niðurstöðunni verður þó ekki breytt og er Freire því nýr léttvigtarmeistari Bellator.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.