Monday, May 27, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 263

Spá MMA Frétta fyrir UFC 263

UFC 263 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Marvin Vettori

Pétur Marinó Jónsson: Það voru ekkert rosalega margir að biðja um að sjá Vettori fara aftur í Adesanya. Adesanya vildi berjast í júní og stökk Vettori á tækifærið. Vettori má samt eiga það að hann er búinn að reyna eins og hann getur að selja þennan bardaga með sínum æsingi eins kjánalegt og það hefur verið. Adesanya vann nokkuð örugglega síðast þegar þeir mættust en báðir hafa bætt sig mikið síðan þá – Vettori sennilega meira. En miðað við það sem við höfum séð síðustu ár er ekkert sem segir mér að Vettori geti gert eitthvað mikið öðruvísi heldur en 2018. Vettori mun kannski leggja meiri áherslu á fellurnar en Adesanya er ennþá með góða felluvörn þó stærri maðurinn Jan Blachowicz hafi náð honum niður. Ég hugsa að þetta verði nokkuð svipað og síðast, Vettori með fína pressu en Adesanya aðeins of klókur standandi fyrir Ítalann. Adesanya vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ekki rematch sem ég var of spenntur að fá en Vettori er með nokkra góða sigra í röð. Kannski er þetta óskhyggja en ég held að Stylebender vinni með yfirburðum. Vettori nær kannski 1-2 fellum en það verður ekki nóg. Izzy vinnur, TKO í þriðju.

Brynjólfur Ingvarsson: Vettori er harður en frekar basic. Held að Izzy eigi svipaða frammistöðu og í fyrri bardaganum. Eigi aðeins erfitt með hann vegna þess að Vettori er southpaw en vinni öruggt á stigum.

Sævar Helgi Víðisson: Ég trúi á Ítalska drauminn. Það er eitthvað við Vettori sem ég er að fíla og hef lengi haldið upp á hann. Þannig það er eiginlega ekkert annað í boði en að standa áfram fast við bakið á honum og spá honum sigri. Vettori mun pressa vel og ná vel tímasettum felum til að vinna lotur. Vettori vinnur á stigum eftir frekar jafnan bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Izzy sé of sleipur fyrir Vettori. Hann gerir nokkur adjustments og klárar þetta í 2.lotu.

Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Brynjólfur, Guttormur
Marvin Vettori: Sævar

Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo gegn Brandon Moreno

Pétur Marinó Jónsson: Fyrri bardagi þeirra var geggjaður en satt best að segja fannst mér Figueiredo vera betri bardagamaður eftir þessar 25 mínútur. Það er sjaldnast sem enduratið stenst fyrri bardaganum snúninginn. Ég ætla að tippa á að Figgy taki þetta aðeins þægilegra núna. Figgy klárar þetta með uppgjafartaki í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Sennilega besti bardagi kvöldsins, fyrsti var klikkaður og mjög jafn. Moreno er grjótharður en ég held að harkan komi honum bara ákveðið langt. Figueiredo tekur þetta á stigum.

Brynjólfur Ingvarsson: Erfitt að spá þessum, mjög góður bardagi. Moreno er með hreyfanleikann og stunguna en Figgy er bara svo stór og explosive. Þori ekki að spá gegn Figgy og held hann nái núna að klára bardagann. Figueiredo KO 2. lota.

Sævar Helgi Víðisson: Í fyrri bardaganum spáði ég Moreno sigri og geri það aftur núna. Það er mikið talað um að Figueiredo hafi átt erfiðan niðurskurð seinast og þess vegna hafi bardaginn verið jafn. En öll cut ættu að vera erfið fyrir hann á þessum aldri. Figueiredo byrjar betur en Moreno lifir af og tekur yfir seinni hlutann. Moreno á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að þetta verði rúst. Figueiredo dóminerar fyrstu lotu og klárar eftir KO í 2. lotu

Deiveson Figueiredo: Pétur, Óskar, Brynjólfur, Guttormur
Brandon Moreno: Sævar

Veltivigt: Leon Edwards gegn Nate Diaz

Pétur Marinó Jónsson: Trúi ekki að þetta sé bara að gerast. Óheppnin hefur elt Leon Edwards undanfarið en núna loksins er lukkan að vinna með honum. Þetta er risa bardagi fyrir hann og hans nafn og kom á óvart að Diaz hafi samþykkt þetta. Á heildina er Edwards tæknilega betri og mun betur rounded heldur en Diaz. Hann er líka með einhverja bestu olnbogana í clinchinu í UFC í dag og það hljómar ekki vel fyrir mann eins og Diaz sem skerst auðveldlega. Eina leiðin fyrir Diaz er að gera þetta að svo miklum dogfight að Edwards hreinlega fjarar út þegar kemur að 4. og 5. lotu. Ég held að bardaginn fari ekki svo langt. Edwards stoppar Nate með TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Aldrei hefur verið jafn auðvelt að spá bardaga. Ég held að Diaz eigi ekki séns í helvíti. Hann er harður en Leon er góður í öllu og er á hátindi krafta sinna. Ég hallast að því að gamli góði skurðurinn opnist og læknirinn stoppi bardagann eftir 3 lotur.

Brynjólfur Ingvarsson: Þetta matchmaking meikar lítið sens. Gæji á toppnum vs. gæji vel á niðurleið. Held að Leon taki þetta örugglega og Diaz kvarti yfir leiðinlegum bardaga og kalli Leon ljótum nöfnum en nær ekki að gera neitt. Leon á stigum.

Sævar Helgi Víðisson: Fátt sem er hægt að segja um þennan bardaga annað en að Leon er miklu betri. Leon nær góðum olnbogum sem skera Diaz og læknirinn gerir honum greiða með að stoppa bardagann eftir 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Edwards er of góður fyrir Nate og mun halda þessu tæknilegu og sigra á stigum.

Leon Edwards: Pétur, Óskar, Brynjólfur, Sævar, Guttormur
Nate Diaz: ..

Veltivigt: Demian Maia gegn Belal Muhammad

Pétur Marinó Jónsson: Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Belal ætlar að takast á við fellurnar hjá Maia. Maia er einn sá allra hægasti og með augljósa leikáætlun en það er erfitt að stoppa það. Maia er mjög góður að ná mönnum niður með single leg keðjunni sinni en þegar líður á bardagann og hann þreytist verður hver tilraun erfiðari fyrir Maia. Belal mun væntanlega vilja stjórna pressunni og fá Maia til að bakka og vera svo tilbúinn að verjast felluskotum Maia. Ég held að Maia sé alveg á síðustu dropunum en veit ekki alveg hvar hann stendur gegn mönnum eins og Belal. Ég held að Belal verði tekinn niður í 1. lotu en nái svo að stoppa fellurnar í 2. og 3. lotu sem skilar honum sigri eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Maia er orðinn 43 ára en hann er alltaf hættulegur. Ég held að Muhammad taki þetta en taki litla sénsa, býst því við frekar leiðinlegum bardaga. Muhammad á stigum.

Brynjólfur Ingvarsson: Muhammad er með fína stungu og góð skrokkhögg og ég held að hann noti bæði til að halda fjarlægð og vinna öruggan sigur. Muhammad TKO lota 3.

Sævar Helgi Víðisson: Muhammad hefur verið að mæta andstæðingum sem henta honum mjög vel og hefur hann lítið þurft að verjast gegn glímu. Maia á lítið eftir á tanknum en nær þessum sigri á síðustu dropunum. Maia eftir uppgjafartak í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Maia er orðinn gamall en ef hann getur náð þessu í jörðina gæti þetta orðið spennandi. Maia með Rear Naked Choke í þriðju.

Demian Maia: Sævar, Guttormur
Belal Muhammad: Pétur, Óskar, Brynjólfur

Léttþungavigt: Paul Craig gegn Jamahal Hill

Pétur Marinó Jónsson: Aldrei verið mikill Paul Craig aðdáandi en hann má eiga það að hann hefur bætt sig helling síðan hann kom í UFC. Hann er mun betri striker en hann var og líka með betri fellur. Hann getur samt ennþá verið klunnalegur og gert mistök. Jamahal Hill er sennilega hraðari og gerði mjög vel gegn Ovince St. Preux síðast. Tippa á að Hill nái að stjórna ferðinni og vinni eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Craig er seigur og getur alltaf ógnað með glímunni og uppgjafartökum en ég held að þetta verði ekki hans kvöld. Hill er á hraðri uppleið, leit hrikalega vel út síðast og heldur áfram núna. Hill, KO í fyrstu.

Brynjólfur Ingvarsson: Craig getur tekið höggin og nær ótrúlegustu mönnum í gólfinu. Craig triangle lota 1.

Sævar Helgi Víðisson: Hill mun láta Craig líta út eins og kjána með tæknilegum höggum og spörkum. Hill rothögg 1. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Craig er skemmtileg týpa og með 6 triangle hengingar á ferilskránni. Veðja húsinu á Craig eftir triangle í þriðju lotu.

Paul Craig: Brynjólfur, Guttormur
Jamahal Hill: Pétur, Óskar, Sævar

Heildarstig ársins:

Brynjólfur: 20-9
Sævar: 18-11
Pétur: 17-12
Óskar: 17-12
Guttormur: 13-11

Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular