Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 263 úrslit

UFC 263 úrslit

UFC 263 fór fram í nótt í Arizona. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Israel Adesanya var ekki í miklum vandræðum með Marvin Vettori. Adesanya fór allar loturnar með Vettori en í þetta sinn var þetta ekki klofin dómaraákvörðun líkt og þegar þeir mættust 2018. Adesanya vann allar loturnar en Vettori var þó nálægt að ná „rear naked choke“ hengingu í 3. lotu. Fyrir utan það átti Adesanya bardagann frá A til Ö og vann allar fimm loturnar.

Brandon Moreno er nýr fluguvigtarmeistari UFC! Moreno byrjaði af miklum krafti og var eins og Figueiredo væri hreinlega ekki vaknaður þegar bardaginn byrjaði. Moreno kýldi Figueiredo niður með stungu í 1. lotu og náði fínum höggum inn á meðan Figueiredo gerði lítið sem ekkert. Það sama var uppi á teningnum í 2. og 3. lotu og bætti Moreno fellum við. Moreno var eldsnöggur að taka bakið á Figueiredo í 3. lotu og náði á endanum „rear naked choke“ hengingu þar sem Figueiredo neyddist til að tappa út. Frábær sigur hjá Moreno og er hann fyrsti meistari UFC frá Mexíkó.

Leon Edwards sigraði Nate Diaz eftir dómaraákvörðun og átti bardagann gjörsamlega fyrir utan síðustu mínútuna. Edwards var allan tímann betri en Nate en þegar ein mínúta var eftir lenti Nate flottri fléttu sem vankaði Edwards. Bretinn bakkaði og reyndi að lifa af á meðan Nate þjarmaði að honum. Bjallan bjargaði Edwards á endanum og vann 49-46 hjá öllum dómurum. Ótrúlegt augnablik í lok bardagans sem verður umtalað eftir helgina.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya sigraði Marvin Vettori eftir dómaraákvörðun (50–45, 50–45, 50–45).
Titilbardagi í fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Deiveson Figueiredo með hengingu (rear-naked choke) eftir 2:26 í 3. lotu.
Veltivigt: Leon Edwards sigraði Nate Diaz eftir dómaraákvörðun (49–46, 49–46, 49–46).
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Demian Maia eftir dómaraákvörðun (30–27, 29–28, 29–28).
Léttþungavigt: Paul Craig sigraði Jamahal Hill með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:59 í 1. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttvigt: Brad Riddell sigraði Drew Dober eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Eryk Anders sigraði Darren Stewart eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy sigraði Joanne Calderwood eftir klofna dómaraákvörðun (29–28, 28–29, 29–28).
Fjaðurvigt: Movsar Evloev sigraði Hakeem Dawodu eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Bantamvigt kvenna: Pannie Kianzad sigraði Alexis Davis eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Terrance McKinney sigraði Matt Frevola með rothöggi (punches) eftir 7 sekúndur í 1. lotu.
Hentivigt (148,5 pund): Steven Peterson sigraði Chase Hooper eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Fares Ziam sigraði Luigi Vendramini eftir meirihluta dómaraákvörðun.
Þungavigt: Carlos Felipe sigraði Jake Collier eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular