Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMetskráning á Mjölnir Open 15

Metskráning á Mjölnir Open 15

94 keppendur eru skráðir til leiks á Mjölnir Open 15 í ár. Þetta er því fjölmennasta Mjölnir Open frá upphafi en mótið fer fram á laugardaginn.

Keppt er í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) án galla (nogi) eða uppgjafarglímu og er hægt að sigra með uppgjafartökum og á stigum. Mjölnir Open er elsta BJJ mót landsins en mótið hefur verið haldið árlega frá 2006 (að undanskildu 2020 þegar Covid kom í veg fyrir mótahald). Mótið hefur verið nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi BJJ en í ár mun BJÍ halda Íslandsmeistaramót bæði í galla og án galla.

Að þessu sinni eru 94 keppendur skráðir til leiks frá 8 félögum. Mótið er fjölþjóðlegt en keppendur helgarinnar koma frá 15 löndum. Flestir af þeim eru búsettir á Íslandi og keppa fyrir íslensk félög. Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.

+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Opinn flokkur karla
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna
Opinn flokkur kvenna

Mótið er haldið í húsakynnum Mjölnis á Flugvallarvegi 3-3A í gömlu keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Mótið hefst kl. 11 og stendur fram eftir degi.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular