Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 271

Spá MMA Frétta fyrir UFC 271

UFC 271 fer fram í kvöld þar sem barist verður um titilinn í millivigt. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Robert Whittaker

Pétur Marinó Jónsson: Þetta gekk ekki vel síðast þegar Whittaker fór gegn Adesanya og verður hann að breyta einhverju núna. Miðað við viðtölin má heyra að Whittaker ætli að reyna að taka Adesanya niður. Það hefur sýnt sig að það er erfitt og þá sérstaklega upp við búrið en er auðveldara á miðju gólfi. Hugsa að Whittaker verði mun rólegri en síðast og noti fellurnar meira. Adesanya er samt meistari í gagnárásum og mun alltaf hitta eitthvað þegar Whittaker lokar fjarlægðinni. Þetta verður jafnara en síðast en Adesanya mun samt bera sigur úr bítum. Adesanya eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Mér finnst eins þetta aura of invincibility sem Izzy var með á tímabili sé horfið eftir að Marvin Vettori tók hann niður fjórum sinnum og Blachowicz tók hann síðan niður og átti í litlum erfiðleikum með að halda honum þar þrátt fyrir að vera ekki wrestler. Whittaker hefur haft tíma til að undirbúa sig og ég held að hann komi inn í þennan bardaga með góða leikáætlun og nýti fellurnar til að sigla sigrinum heim á stigum og setja upp þriðja bardagann.

Brynjólfur Ingvarsson: Ég hef ekki séð nóg frá Whittaker til að sannfæra mig um að hann geti tekið Adesanya. Whittaker held ég að reyni að blanda betur fellunum inn og noti lágspörk í fyrstu lotunum en gefist upp á því í þriðju. Adesanya hefur sýnt að hann er tilbúinn að sigra uneventful dómaraákvarðanir og ég held að þetta verði önnur svoleiðis frammistaða. Adesanya dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég held mikið með Rob í þessum bardaga. Hann er frábær gaur sama hvernig á það er litið og auðvitað magnaður bardagamaður. Sé litið framhjá Adesanya tapinu hefur hann ekki tapað síðan 2014. Að því sögðu er ég hræddur um að hann tapi þessu. Ég held að þessi bardagi verði talsvert erfiðari en sá fyrsti og fari jafnvel alla leið. Glíman mun klárlega spila inn í en ég held að það dugi ekki til. Stylebender á stigum, and still.

Israel Adesanya: Pétur, Brynjólfur, Óskar
Robert Whittaker: Guttormur

Þungavigt: Derrick Lewis gegn Tai Tuivasa

Pétur Marinó Jónsson: Tveir mjög skemmtilegir með bombur í höndunum. Þetta gæti verið ógeðslega leiðinlegt þangað til allt í einu fara þeir að sveifla og annar liggur í valnum. Ég held að Derrick Lewis muni á endanum smellhitta og senda Tuivasa á bossann. Lewis með rothögg í 2. lotu og heldur áfram að bæta metið yfir flest rothögg í sögu UFC.

Guttormur Árni Ársælsson: Þessi gæti orðið skemmtilegur – báðir svolítið villtir og sloppy en með þung högg. Ég held að þetta sé rosa mikið coin toss. Segjum Lewis eftir rothögg og við sleppum við að horfa á Tuivasa taka shoey, sem er nú meira ógeðið.

Brynjólfur Ingvarsson: Ég held að enginn ráði við höggþunga Lewis og ég held að Tuivasa sé ekki nógu skynsamur til að halda sig við gameplan sem leiði til sigurs og ekki með nógu góða höku til að þola höggin sem Lewis mun lenda. Lewis KO lota 1.

Óskar Örn Árnason: Þetta ætti að verða skemmtilegt slugfest. Báðir geta slegið svo ég held að þetta snúist um höku og úthald. Báðir hafa verið kláraðir með höggum. Ég held að Lewis gæti náð Tui snemma en ef hann lifir af og Lewis þreytist snýst þetta við. Um leið og hinn 37 ára Lewis verður þreyttur er hann sitting duck. Tek sénsinn á Tuivasa, TKO í þriðju.

Derrick Lewis: Pétur, Guttormur, Brynjólfur
Tai Tuivasa: Óskar

Millivigt: Jared Cannonier gegn Derek Brunson

Pétur Marinó Jónsson: Derek Brunson hefur verið á góðu skriði en það veltur nánast alltaf á fellunum hans. Það hefur sýnt sig að það er erfitt að taka Cannonier niður enda algjört naut. Cannonier heldur þessu standandi og rotar Brunson seint í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Brunson leit mjög vel út gegn Till en ég held að það segi meira um hvar Till er staddur á sínum ferli en það að Brunson sé eitthvað skrímsli. Að því sögðu held ég að Brunson sé mjög vont matchup fyrir náunga eins og Till og Cannonier sem eru fyrst og fremst strikerar. Spái því að Brunson kæfi Cannonier í glímunni og sigli þessu heim á stigum.

Brynjólfur Ingvarsson: Brunson er góður að nota högg og spörk til að fá hendurnar á andstæðingnum upp og nota það til að skjóta. Cannonier hefur sýnt miklar bætingar og er gríðarlega höggþungur. Stóru spurningarnar í þessum bardaga eru hversu augljós verður Brunson í sínum sóknum eftir að hafa étið högg og hversu vel verst Cannonier annarri og þriðju fellu í fellufléttu Brunson. Ég held að Cannonier standist prófið og komi sér í titilbardaga með rothöggi í annarri lotu eftir að Brunson hleypur á upphögg, skíthræddur að elta felluna. Cannonier KO lota 2.

Óskar Örn Árnason: Mikilvægur bardagi í millivigt, sigurvegarinn kemst í góða stöðu i titilbaráttunni. Á pappír virkar þetta nokkuð jafnt en glíman hjá Brunson gæti verið munurinn. Báðir eru höggþungir og báðir eru að verða nokkuð gamlir. Þetta gæti orðið nokkuð jafn og klofinn dómaraúrskurður. Ég tek Cannonier á stigum, bara til að gera öðruvísi en Gutti.

Jared Cannonier: Pétur, Brynjólfur, Óskar
Derek Brunson: Guttormur

Bantamvigt: Kyler Phillips gegn Marcelo Rojo

Pétur Marinó Jónsson: Veit ekki alveg hvað Marcelo Rojo er að gera 0-1 í UFC gegn mjög efnilegum gæja í bantamvigtinni. Kannski er Phillips að fá smá Sean O’Malley meðferð og fær smá tilþrifabardaga. Hvað sem því líður þá er Rojo skemmtilegur bardagamaður sem ætlar að rota. Phillips er þó það öflugur glímumaður að hann tekur Rojo niður og klárar í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Marcelo Rojo bætist í hóp bardagakappa með nafnið Pitbull. Hljóta að vera á annað hundrað náungar með það bardaganafn. Hann leit ekki frábærlega út í sínum fyrsta bardaga gegn Charles Jourdain og ég held að þessi bardagi sé svolítið settur upp sem stepping stone fyrir Phillips. Phillips er ekki nema 26 ára en þrátt fyrir það með fjóra UFC bardaga og unnið þrjá þeirra. Hann pakkar Pitbull og sigrar með tæknilegu rothöggi í 1. Lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi er augljós set up fyrir Phillips að sýna sig. Jafn fyndið og það væri að Rojo myndi vinna hef ég enga trú á því. Ég held að Phillips hafi lært sína lexíu eftir Paiva bardagann og verði þolinmóður og klári bardagann seint í annarri. Phillips TKO lota 2.

Óskar Örn Árnason: Kyler Phillips er efnilegur gaur, gæti náð langt. Hér er hann á móti gaur sem ég þekki ekki sem er ekki með wikipedia síðu. Phillps, KO í fyrstu.

Kyler Phillips: Pétur, Guttormur, Brynjólfur, Óskar
Marcelo Rojo: ..

Léttvigt: Bobby Green gegn Nasrat Haqparast

Pétur Marinó Jónsson: Bobby Green er alltaf skemmtilegur og Nasrat nokkuð spennandi. Báðir hafa þó verið nokkuð óstöðugir og þá sérstaklega Green. Nasrat er yngri og hungraðri og stundum eins og Green nenni þessu ekki alveg. Ég ætla samt að tippa að Green komi öflugur til leiks og vinni eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Báðir tveir frekar inconsistent en geta verið þrusu góðir þegar þeir eru í stuði. Haqparast er bara 26 ára en samt með átta UFC bardaga. Ég held að Green sé á útleið en hann leit samt mjög vel út í síðasta bardaga gegn Iaquinta, sigraði og fékk performance of the night bónus. Ég ætla að tippa á æskuna og segi að Haqparast sigri þetta eftir TKO í 3.

Brynjólfur Ingvarsson: Green náði góðum sigri síðast gegn Iaquinta og ég held að hann sé búinn að átta sig á því að það er ekki nóg að vera góður varnarlega, virk sókn er nauðsynleg til að vinna bardaga. Ef Green lætur sér nægja að sitja til baka og verjast get ég séð Haqparast nota langar fléttur og góð spörk til að vinna dómaraákvörðun en ég held að Green sé betri boxari og með bætta sókn mun hann gera nóg til að taka sigurinn. Green dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Nasrat Haqparast átti að vera rosa efni en það hefur ekki ræst úr honum, ekki ennþá allavega. Hér mætir hann mínum manni, Bobby Ray Green, sem er algjör badass. Green vinnur ekki alltaf en er alltaf erfiður og er oft í jöfnum bardögum á móti hörðum andstæðingum. Ég tek Green á stigum.

Bobby Green: Pétur, Brynjólfur, Óskar
Nasrat Haqparast: Guttormur

Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular