Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaUFC 271 úrslit

UFC 271 úrslit

UFC 271 fór fram í nótt í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Israel Adesanya og Robert Whittaker en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Israel Adesanya sigraði Robert Whittaker um millivigtartitilinn. Adesanya sigraði eftir dómaraákvörðun en hann vann ýmist 3 eða 4 lotur að mati dómaranna. Adesanya var með yfirhöndina nær allan tímann en sumar loturnar voru þó mjög jafnar. Whittaker var svekktur eftir niðurstöðu dómaranna.

Tai Tuivasa og Jared Cannonier náðu báðir svakalegum rothöggum með olnboga í sínum bardögum. Tuivasa er kominn ansi framarlega í þungavigtinni núna eftir fimm sigra í röð – allt eftir rothögg. Cannonier fær væntanlega titilbardaga með sigrinum á Derek Brunson og mætir Adesanya í sumar.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya sigraði Robert Whittaker eftir dómaraákvörðun (48–47, 48–47, 49–46).
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Derrick Lewis með rothöggi (elbow) eftir 1:40 í 2. lotu.
Millivigt: Jared Cannonier sigraði Derek Brunson með rothöggi (elbows) eftir 4:29 í 2. lotu.
Léttvigt: Renato Moicano sigraði Alexander Hernandez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:23 í 2. lotu.
Léttvigt: Bobby Green sigraði Nasrat Haqparast eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Þungavigt: Andrei Arlovski sigraði Jared Vanderaa eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Casey O’Neill sigraði Roxanne Modafferi eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Kyler Phillips sigraði Marcelo Rojo með uppgjafartaki (triangle armbar) eftir 1:48 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Carlos Ulberg sigraði Fabio Cherant eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar 

Bantamvigt: Ronnie Lawrence sigraði Leomana Martinez eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Jacob Malkoun sigraði A.J. Dobsoneftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Douglas Silva de Andrade sigraði Sergey Morozov með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:24 í 2. lotu.
Veltivigt: Jeremiah Wells sigraði Mike Mathetha með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:38 í 1. lotu.
Þungavigt: Maxim Grishin sigraði William Knight eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular