Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaNafnar berjast í Skotlandi í kvöld

Nafnar berjast í Skotlandi í kvöld

Aron Kevinsson.
Mynd: Evolution of Combat.

Tveir Íslendingar stíga inn í búrið í kvöld á bardagakvöldi Evolution of Combat í Glasgow. Nafnarnir Aron Leó og Aron Kevinsson mæta heimamönnum í Skotlandi. 

Aron Leó (3-0) frá RVK MMA mætir Sean Clancy Jr. (5-0) í titilbardaga í veltivigt. Clancy er aðeins 18 ára gamall en hefur gert það mjög gott sem áhugamaður og er í 14. sæti á lista Tapology yfir bestu áhugamenn í veltivigt á Bretlandseyjum. Hann er ósigraður enn sem komið er líkt og Aron Leó. Hann hefur auk þess sigrað tvo liðsfélaga Arons; þá Jón Inga Ástþrúðarson og Krzysztof Porowski.

Það er því óhætt að segja að um spennandi viðureign sé að ræða og verður það aðalbardagi kvöldsins. Aron Leó hefur tekið miklum bætingum undanfarið og segja innanbúðarmenn að hann hafi aldrei verið einbeittari. Hann keppti síðast í nóvember þar sem hann sigraði Robbie Dunlop með „triangle“ hengingu í annarri lotu.

Aron Leó komst í heimsfréttirnar á dögunum þegar gamall bardagi hans vakti athygli á Twitter. Skrifað var um bardagann á stórum breskum miðlum á borð við The Sun og The Mirror.

Aron Kevinsson (3-2-0) frá RVK MMA mætir síðan Lorenzo Parente (5-5-0) í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Það má eiga von á skemmtilegri viðureign þar sem báðir aðilar eru öflugir standandi sem og á gólfinu. Aron Kevinsson er að stíga aftur inn í búrið eftir fjarveru síðan 2019 sökum heimsfaraldursins og meiðsla. Parente hefur hins vegar verið mjög virkur undanfarin þrjú ár. Aron hefur þó verið iðinn við æfingar og er í góðu formi þessa daganna samkvæmt æfingafélögum. 

Uppselt er á viðburðinn en áhugasamir geta keypt aðgang á Pay Per View hér. Viðburðurinn hefst um 17 leytið og kostar áhorfið tæpar 1.700 krónur.

Aron Leó.
Mynd: Evolution of Combat.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular