spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson

Spámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson

Spámaður helgarinnar birtist hér í fyrsta sinn. Í þessum lið fáum við áhugamenn um MMA til að spá fyrir um bardaga helgarinnar. Sá fyrsti sem ríður á vaðið er Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Ásgeir spilar fótbolta með Fylki og hefur lengi fylgst með MMA. Ásgeir er einn litríkasti karakterinn í íslenska boltanum en stefnir á að halda aftur út í atvinnumennsku innan tíðar.

 

 Ásgeir Börkur
Ásgeir Börkur í leik með Fylki (myndina tók Einar Ásgeirsson)

John Dodson v.s Darrell Montague

John Dodson er líkt og aðrir kollegar sínir í fjaðurvigtinni gjörsamlega þynndarlaus.Tempóið sem þessi gæji slæst á er lygilegt. Sífellt verið að fussa og sveia yfir því að fluguvigtin skili engum rothöggum í hús, það gerist á laugardaginn! Dodson via TKO seint í annari lotu.

Gabriel Gonzaga v.s Shawn Jordan

Tvö höggþung meðaljón í þungavigtinni. Gonzaga lifir ennþá á því að hafa rotað Cro-Cop á UFC 70 en það gefur honum ekkert í þessum bardaga. Shawn Jordan rotaði trúðinn Pat Barry sannfærandi  í seinasta bardaga og hann heldur uppteknum þætti gegn Gonzaga. Jordan via TKO í fyrstu.

Gilbert Melendez v.s Diego Sanchez

Annar bardaginn hans Diego Sanchez í léttvigt eftir smá heimsókn í veltivigt. Þetta kvöld verður hins vegar martröð fyrir Martröðina því Melendez mun éta hann í sig. Melendez er ennþá brjálaður yfir því að hafa tapað á móti Benson Henderson í seinasta bardaga og notar það hungur til að ná í sannfærandi sigur. Líkt og oft áður neytar Sanchez að láta rota sig (sjá BJ-Penn bardagann ) og því endar þessi bardagi í höndum dómarana. Melendez via Unanimous- Decision.

Daniel Cormier v.s Roy Nelson

Ég vill sjá Daniel Cormier fá séns á þungarvigtar titlinum. Roy Nelson hefur aðeins verið að slaka í hamborgurunum uppá síðkastið og orðinn bara helvíti fitt að manni sýnist en það hjálpar honum ekkert, ekki gegn Daniel Cormier að minnsta kosti. Höggþyngd Roy Nelson er samt eitthvað sem menn ber að varast en það er spurning hvort hún hafi nokkuð horfið með þyngdartapinu, það kemur í ljós. Þegar þessu öllu er á botninn hvolft kemur Daniel Cormier til með að nota afburðar glímu færni sína til þess að sigla öruggum sigri í hús. Daniel Cormier via Unanimous Decision.

Cain Velasquez v.s Junior Dos Santos

Ég er ennþá að jafna mig eftir flugelda sýninguna sem Velasquez hélt í seinasta bardaga gegn JDS. Brassinn sá aldrei til sólar gegn Cain sem gjörsamlega gekk frá honum. Fyrsti bardaginn var algert „fluke“ að mínu mati. Eitt helvítis högg sem hitti á réttan stað og bardaginn var búinn. Cain er fagmaður, hann gerir ekki sömu mistökin aftur. Drengurinn er með þol á við fluguvigtar kappa sem er ansi sjaldgæft hjá eins þungum manni. Það eitt og sér er rosalegt vopn fyrir utan það nátturulega að hann er alhliðar góður bardagamaður.  JDS er einnig flottur bardagamaður en að mínu mati ekki nálægt Velasquez í bardagagæðum eins og staðan er í dag, það mun sannast á laugardaginn. Cain klárar þennan bardaga via TKO í fjórðu lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular