spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (UFC 217)

Spámaður helgarinnar: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (UFC 217)

UFC 217 fer fram í kvöld en líkt og fyrir öll stóru kvöldin fáum við skemmtilega MMA áhugamenn til að spá í spilin. Að þessu sinni er það Ásgeir Börkur Ásgeirsson sem er spámaður helgarinnar.

Ásgeir Börkur spilar knattspyrnu með Fylki og hefur lengi verið mikill MMA aðdáandi. Hann hefur alltaf verið mikill Urijah Faber maður og á því dálítið erfitt með að spá í bardaga Cody Garbrandt og fyrrum Faber-mannsins T.J. Dillashaw.

Millivigt: Johny Hendricks gegn Paulo Costa

Einu sinni einn allra skemmtilegasti rotarinn í MMA, Johny Hendricks, en núna lendir hann í veseni. Gæti skrifað heila ritgerð um hversu sorglegur ferill Big Rigg hefur verið upp á síðkastið og hann virkar á mig sem bæði ómótiverður og latur. Nennir ekki að æfa, nennir ekki að borða rétt og það tvennt er bara uppskrift á vondan enda á annars ágætis ferli. Borrachina er vel fágaður á öllum stöðum þegar kemur að því slást í búrinu og það nægir að horfa á manninn til að sjá að hann er aðeins meira en mótiveraður í það að búa til góðan og langan feril í UFC. Rothögg í annarri lotu hjá Costa, punktur.

Veltivigt: Stephen Thompson gegn Jorge Masvidal

Hafandi horft á seinustu tvo bardaga hjá Thompson bið ég til guðs að þessi bardagi verði ekkert líkur þeim. Það þarf tvo til að dansa og ég er nokkuð viss að Masvidal sé töluvert betri dansfélagi en T-Wood nokkurn tímann. Slagsmála greindarvísitala hjá báðum mönnum er mjög há, þrátt fyrir það að hvernig þeir berjast er svart og hvítt. Thompson er með ágætis rothöggs record og sama mætti segja um Masvidal. Tveir ólíkir bardagamenn sem getur verið gott eða hreinlega hræðilegt. Thompson út-stigar Masvidal, decision sigur hjá Wonderboy.

Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Rose Namajunas

Fágaðasti strikerinn í allri UFC er pólsk og hún heitir Joanna. Algert gull að horfa á þessa konu slást og ekki bara slást heldur rífa kjaft líka (og bakka það upp)! Rose er með skemmtilegt swag samt. Yfirveguð með eindæmum en alger skepna inn í hringnum. Hún er nú þegar búinn að lemja tvö fallegustu og markaðsvænustu andlitin í UFC en á laugardaginn stoppar það. Joanna hendir í all nokkrar fallegar fléttur og heldur áfram að gera það sem hún hefur gert upp á síðkastið, hægt og rólega tæta í sig andstæðinginn. Joanna, decision.

Titilbardagi í bantamvigt: Cody Garbrandt gegn TJ Dillashaw

Drama drama drama drama. Ekki hægt að byrja þetta neitt öðruvísi. Búinn að fá gjörsamlega nóg af öllu dramanu í kringum þessa tvo og vona frá hjartanu að það klárist eftir þennan bardaga. Veit ekki almennilega hvernig ég á að spá þessu. Ætla byggja spá mína á því hvernig þessum tveim herramönnum gekk á móti Dominick Cruz. TJ tapaði hugsanlega óverðskuldað á móti Cruz en Cody Garbrandt hins vegar lék sér að Cruz, ég meina maðurinn dansaði í hringnum! Hatrið verður mikið og ég held hreinlega að það verði til þess að við fáum aðra yndis frammistöðu frá No Love. Hann á eftir að lenda í erfiðum augnablikum á móti tæknilega góðum TJ en Cody lokar þessu í 4. lotu. TKO hjá Cody.

Titilbardagi í millivigt: Michael Bisping gegn Georges St. Pierre

Fullt kredit á Bisping fyrir það sem hann hefur gert upp á síðkastið. Þó það sé vissulega hægt að segja að titilvarnirnar hans hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Maðurinn er búinn að vera lengi að, harka og harka og í mínum augum falleg saga að öllu leyti. GSP er búinn að vera lengi frá en alger frumkvöðull á svo mörgum sviðum í þessu sporti. Fjögur ár síðan hann barðist síðast og miðað hvað sportið er búið að breytast mikið á þessum tíma er erfitt að segja hversu góður GSP er í dag. Grunngildin hljóta að vera ennþá til staðar, góður glímumaður, góður gnp’ari en ég held að stærðar (þyngdar) mismunurinn verði of mikill. Bisping er afar fær að verjast fellum og þar er lykillinn að sigri. GSP er enginn Joanna (samt ansi fær standandi) og ég trúi því ekki að á þessum fjórum árum að hann hafi náð að bæta sig það mikið sem striker, enda eyddi hann meirihlutanum af þessu fríi sínu í fimleika salnum. Þolið, felluvörnin og grimmdin skila Bisping sigri. Rothögg seint í þriðju lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular