spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Bjarni Baldursson (UFC 204)

Spámaður helgarinnar: Bjarni Baldursson (UFC 204)

gradun_svartbeltingar-2
Bjarni er annar frá vinstri á myndinni.

UFC 204 fer fram laugardaginn 8. október í Manchester. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er einn af frumkvöðlum BJJ á Íslandi, Bjarni Baldursson.

Bjarni Baldursson er einn af níu Íslendingum sem hefur fengið svart belti í brasilísku jiu-jitsu (BJJ). Bjarni er einn af stofnendum Mjölnis og var einn af fyrstu Íslendingunum til að stunda BJJ. Bjarni hefur fylgst með MMA frá árinu 2004 en við skulum gefa honum orðið.

Fjaðurvigt: Mirsad Bektic gegn Russell Doane

Það liggur líklega mikið undir hjá Doane þar sem hann hefur tapað síðustu þremur bardögum og þarf á þessum sigri að halda. Doane er með hættulegt striking en ég held að það dugi ekki til. Bektic er með góð takedown og svakalegt Ground ‘n’ Pound. Ég held að hann klári bardagann þannig og hreinlega ground ´n´ poundi Doane út úr UFC í 1. lotu.

Þungavigt: Stefan Struve gegn Daniel Omielańczuk

Það verður erfitt fyrir Omie að komast að Struve þar sem hann er með svo langan faðm og ég veit ekki hvort það reynist Omie vel ef hann reynir að fara með Struve í gólfið. Það hefur reynst erfitt að klára Omie í gólfinu og þrátt fyrir að Struve sé betri í gólfinu þá er Omie seigur að verjast þaðan. Struve verður að vera duglegur að nýta reach advantageið sem hann hefur. Struve klárar þetta með TKO í 3. lotu.

Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Jimi Manuwa

Það erfitt að segja, en ég giska á að OSP sigri – hann er svo óútreiknanlegur. Kemur með högg úr ólíklegustu stöðum og það er mikill kraftur á bakvið þau. Ég segi að OSP vinni með KO/TKO í 2. lotu.

Millivigt: Vitor Belfort gegn Gegard Mousasi

Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga þar sem þeir báðir eru hrikalega flottir bardagamenn. En ég held ég skjóti á að Vitor sigri. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður The Phenom. Vitor klárar Mousasi með rothöggi í 1. lotu.

Titilbardagi í millivigt: Michael Bisping gegn Dan Henderson

Mig dauðlangar að sjá Dan Henderson sigra og enda ferilinn með belti. En til að vera raunsær þá er hann orðinn 46 ára og Bisping er 37 ára og það er alveg hellings munur þegar menn eru komnir á þennan aldur. Það eru sjö ár síðan þeir slógust síðast og Bisping er orðinn betri en hann var þá. Mér finnst því líklegra að Bisping sigri. Það má samt ekki vanmeta Henderson. Ef hann lendir hægri höndinni þá er það eins og að fá skóflu í hausinn og getur auðveldlega klárað hvaða andstæðing sem. Ég segi Bisping eftir rothögg í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular