Thursday, April 25, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Björn Lúkas (UFC 236)

Spámaður helgarinnar: Björn Lúkas (UFC 236)

UFC 236 fer fram um helgina í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Björn Lúkas Haraldsson, einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar, spáir í spilin fyrir bardaga helgarinnar.

Björn Lúkas Haraldsson er 7-1 sem áhugamaður í MMA og hefur klára alla bardaga sína í 1. lotu. Björn stefnir á að taka atvinnubardaga sem fyrst en hann er spenntur fyrir bardögum helgarinnar.

Titilbardagi í léttvigt: Max Holloway gegn Dustin Poirier

Dustin varð strax mjög stór í léttvigtinni þegar hann fór upp og er á geggjuðu róli. Dustin vann hann auðvitað þegar þeir mættust síðast en þá var Max bara krakki. Síðan Max tapaði fyrir Conor hefur hann verið óstöðvandi, 13 sigrar í röð. Báðir eru mjög well rounded alls staðar, held að Dustin sé aðeins betri í gólfinu en samt ekki það góður að það muni nýtast honum gegn Max af því Max hefur bætt sig það mikið. Hann setur upp svakalegt pace þrátt fyrir að hafa verið að kötta helling í fjaðurvigt. Samt var hann að setja þetta pace á alla, hvernig verður það þá í léttvigt? Dustin er enginn wrestler þó hann sé með fínar fellur. Held að stökkið upp í léttvigt verði ekki mikið fyrir Max í þessum bardaga. Ég held að Max vinni eftir dómaraákvörðun.

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Kelvin Gastelum

Ég held að Kelvin sé betri MMA bardagamaður á heildina. Mjög well rounded og einn mest well rounded bardagamaður í UFC í dag. Hann er örugglega með mjög hátt í stats í UFC leiknum. Þrátt fyrir það held ég að Adesanya vinni. Hann er of góður striker. Kelvin er góður wrestler en ekki það góður að hann nái honum niður. Held að Adesanya dansi í kringum hann. En ef það kemur finish finnst mér það líklegra að það komi frá Kelvin, jafnvel með rothöggi. Adesanya vinnur eftir dómaraávörðun.

Léttþungavigt: Eryk Anders gegn Khalil Rountree Jr.

Khalil er mjög öflugur og Anders er svona allt í lagi. Khalil gæti orðið mjög góður með réttri þjálfun. Hann er öflugur íþróttamaður en finnst alltaf eins og það vanti eitthvað hjá honum. Ég held að Khalil roti Anders í 1. lotu.

Veltivigt: Alan Jouban gegn Dwight Grant

Ég veit svo sem ekki mikið um Dwight Grant. Jouban hefur alltaf verið frekar tæknilegur og sérstaklega standandi. Grant er villtur en Jouban hefur áður dílað vel við villta gaura eins og hann gerði við Mike Perry. Ég held að Perry sé betri en Grant en MMA math virkar ekki alltaf. Ég ætla samt að giska að Jouban vinni eftir dómaraákvörðun.

Léttþungavigt: Nikita Krylov gegn Ovince St. Preux

Þetta er rematch og ég held að OSP taki þetta aftur en síðast von flue-aði hann Krylov. Krylov er ágætis striker og OSP allt í lagi alls staðar. Held að OSP vinni annað hvort eftir dómaraákvörðun eða subbi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular