Eitt stærsta uppgjafarglímumót landsins er í dag. Þetta er í 14. sinn sem Mjölnir Open fer fram en í ár eru 60 keppendur skráðir til leiks.
Mótið er nokkurs konar óopinbert Íslandsmeistaramót í nogi uppgjafarglímu (án galla). Á mótinu í ár eru 60 keppendur frá átta félögum víðs vegar um landið. Meðal keppenda í ár eru sterkir keppendur á borð við Halldór Loga Valsson, Bjarka Þór Pálsson, Kristján Helga Hafliðason, Ingu Birnu Ársælsdóttur og fleiri. Halldór Logi tók opinn flokk karla í fyrra og stefnir hann eflaust að því að endurtaka leikinn í ár.
Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka beggja kynja. Mótið hefst kl. 11 í dag og fer fram í Mjölni en aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.
Hægt er að sjá flokkana og fylgjast með gangi mála á Smoothcomp.com
Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
– 70 kg kvenna
– 60 kg kvenna
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022
- Mjölnir Open 16 úrslit - April 9, 2022