spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Bubbi Morthens (UFC 226)

Spámaður helgarinnar: Bubbi Morthens (UFC 226)

Spámaður helgarinnar fyrir UFC 226 er Bubbi Morthens. UFC 226 er eitt stærsta kvöld ársins og er Bubbi spenntur fyrir bardögum helgarinnar þrátt fyrir vonbrigðin með Ortega og Holloway.

Bubba Morthens þarf nú vart að kynna. Þessi landsfrægi tónlistarmaður hefur lengi haft áhuga á hnefaleikum en hefur einnig fylgst vel með MMA heiminum um nokkrt skeið. Gefum honum orðið.

Ég byrjaði að horfa á MMA með öðru auganu í kringum 1998-99 þegar þetta fór mest allt fram á stóra sviðinu í Japan, þegar þeir voru að byrja þar. En var ekki að fylgjast með af neinu viti fyrr en 2002-2003. En það hefur verið svo rosalega hröð þróun í getu síðan þá. Áður fyrr var þetta svolítið slappt en svo fara allt í einu að koma menn eins og Georges St. Pierre sem er að mínu mati sá albesti sem hefur verið og tálgaði sportið þannig að þetta fór úr jaðarsporti í að vera alvöru sport. Síðan hefur þetta verið þannig að þeir bestu í sportinu eru all around, þú þarft að vera góður í þessu öllu. Þróunin er endalaus og þetta verður bara betra með hverri kynslóð bardagamanna.

Ortega og Holloway var einn mest spennandi bardagi ársins. Djöfulli mikið af vonbrigðum í þessu sporti, búinn að hlakka svo hrikalega til að sjá þetta. Ég er rosalega spenntur fyrir Ortega, finnst hann geggjaður. En jæja, svona er þetta bara.

Titilbardagi í þungavigt: Daniel Cormier vs. Stipe Miocic

Ég sveiflast alveg fram og til baka. Fyrir það fyrsta er Cormier að fara upp, hann hefur engar áhyggjur af þyngdinni en hann er minni. Ég býst við að Cormier muni byrja að sækja og reyna að koma þessu bara strax í gólfið á meðan hann er þurr, það er mín tilfinning. En í síðasta bardaga var Cormier mjög hreyfanlegur standandi. Ég hendist alveg til og frá en held að slökkviliðsmaðurinn Stipe muni reyna að halda Cormier frá sér, vera hreyfanlegur og svo taka bara höggin. Ég held að hann hafi engan áhuga á að fara í gólfið með Cormier. Ég ætla að spá því að Cormier fari í gegnum 1. lotuna og taki hann niður í 2. lotu og sendi hann til draumalandsins með öflugri hengingu.

Þungavigt: Derrick Lewis gegn Francis Ngannou

Franska fallöxin á móti Derrick Lewis. Þarna eru tveir menn með höggþyngd. Ef Francis nær ekki að rota Lewis í 1. lotu, þá myndi ég gefa Lewis séns. Ég er ekkert viss um að Francis, með svona skrokk, breytist mikið. Það er svo erfitt að flytja súrefni í alla þessa vöðva og að ná góðu úthaldi svo ég er ekkert viss um að hann sé eitthvað breyttur. Slökkviliðsmaðurinn tók lungun úr honum þegar þeir börðust. Ég ætla samt að spá frönsku fallöxinni rothöggi í 2. lotu.

Léttvigt: Michael Chiesa gegn Anthony Pettis

Þetta eru náungar sem eru að taka mikið af óþarfa höggum. Þeir eru ógeðslega graðir í árásargirninni, en ég held að Pettis taki þetta í 3. lotu með tæknilegu rothöggi. Og ég held að bardaginn snúist um að Chiesa vilji fá þetta í gólfið, held að það sé alveg nærri öruggt og veikleiki Pettis hefur verið að verjast fellum, finnst hann ekkert rosa góður í því. Ég held hins vegar að hann eigi að geta tekið þennan bardaga og held að þetta verði rosalegur bardagi, fram og til baka. Held að Pettis vinni í 3. lotu, TKO.

Léttþungavigt: Gökhan Saki gegn Khalil Rountree Jr.

Seinasti bardagi Saki var rosa flottur. Hann stóð sig bara mjög vel, sparkboxari sem er svona B+ sparkboxari, þetta er ekki A eða A+ maður en er mjög góður. En hann er á móti manni sem er í sumum bardögum mjög flottur en alveg glataður í næsta. Ég ætla að spá að Tyrkinn tapi þessum bardaga og tapi á stigum. Khalil mun vinna þennan bardaga á stigum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular