spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (Mayweather vs. McGregor)

Spámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (Mayweather vs. McGregor)

Annað kvöld fer boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fram. Af því tilefni fengum við boxarann Kolbein Kristinsson til að gefa okkur sína spá fyrir kvöldið.

Kolbeinn Kristinsson (9-0) er einn af tveimur Íslendingum sem keppir sem atvinnumaður í boxi í dag. Kolbeinn er mjög spenntur fyrir upphitunarbardögum kvöldsins en minna spenntur fyrir bardaga Mayweather og McGregor. Gefum honum orðið þar sem við skoðum aðalhluta bardagakvöldsins.

Andrew ‘The Beast’ Tabiti (14-0, 12 rothögg) gegn ‘USS’ Steve Cunningham (29-8-1, 13 rothögg)

Þyngd: 200 pund (90,9 kg)
Titill: NABF Cruiserweight title
Lotur: 10

Þetta er mjög áhugaverður bardagi. Þarna erum við með annars vegar ungan og kraftmikinn strák á leiðinni upp á móti eldri og reyndari fighter. Tabiti er með gælunafnið The Beast fyrir það hvernig hann æfir og berst, pedal to the metal stíll þar sem hann gefur andstæðingnum ekkert pláss og gefur sig allan í þetta. Hann er promotaður af Mayweather Promotions og þeir binda miklar vonir við hann. Hann er að fara að mæta ‘USS’ Steve Cunningham sem er að nálgast endalok ferilsins, verandi 41 árs. Cunningham hefur barist 12 titilbardaga og unnið fimm þeirra. Cunningham er rosalega tæknilegur og öflugur boxari og á meðal annars knockdown á móti Tyson Fury þegar þeir börðust árið 2013 (tapaði þó í 7. lotu).

Þetta er bardagi þar sem Tabiti á að stíga upp gegn reyndum og góðum boxara sem er að nálgast endalok ferilsins. Ég held að þessi bardagi verði stríð frá fyrstu mínútu þar sem Cunningham mun ekki gefa Tabiti neitt eftir. Ég spái því að Tabiti stoppi Cunningham með TKO í 8. lotu.

Nathan ‘Clev’ Cleverly (30-3, 16 rothögg) gegn Badou ‘The Ripper’ Jack (21-1-2, 12 rothögg)

Þyngd: 175 punda léttþungavigt (79,5 kg)
Titill: WBA World Light Heavyweight
Lotur: 12

Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Þarna erum við með ríkjandi WBA meistarann Cleverly frá Englandi sem vann titillinn með því að stoppa Juergen Braehmer í 6. lotu í oktober síðastliðnum. Það er einn af hans stærstu sigrum á ferlinum en hann hefur m.a. tapað fyrir Sergey Kovalev og Tony Bellew (sem hann hafði unnið áður). Hann er kannski ekki tæknilegasti boxari í heimi en hann er kominn til að berjast með tight guard sem hann slær frá.

Cleverly mætir „frænda“ okkar frá Svíþjóð, Badou Jack, sem er langbesti bardagamaður Svía en fær enga umfjöllun. Af hverju? Það er góð spurning! Hann er einnig promotaður af Mayweather Promotions en hann er að koma upp úr ofur millivigt þar sem hann var ríkjandi WBC heimsmeistari með flotta sigra í titilbardögum gegn mönnum á borð við Anthony Direll, George Groves og Lucian Bute en gerði jafntefli í sínum síðasta bardaga móti James DeGale. Ég held mikið upp á Badou Jack, hann er mjög tæknilegur og skemtilegur bardagamaður en á það til að verða latur í bardögum og tapa lotum. Þess vegna eru bardagarnir hjá honum mjög jafnir. Ég spái því að þetta verði skemtilegur fram og tilbaka bardagi þar sem Badou Jack mun rústa sumum lotum og gera ekki nóg í öðrum sem Cleverly vinnur. Þessi bardagi mun fara í hendur dómaranna og ég held að Badou Jack muni vinna mjög tæpan sigur hjá dómurunum, jafnvel mun ein lota skilja þá að. Badou Jack sigrar eftir dómaraákvörðun.

Gervonta ‘Tank’ Davis (18-0, 17 rothögg) gegn Francisco Fonseca (19-0-1, 13 rothögg)

Þyngd: 130 punda ofurfjaðurvigt (59,1 kg)
Titill: IBF World Super Featherweight
Lotur: 12

Hér höfum við smá showcase bardaga að mínu mati. Ein af skærustu rísandi stjörnunum í boxi í dag, Gervonta Davis, að fara á móti hinum hálf óþekkta Kosta Ríka manni Francisco Fonseca. Fransisco er með 19 sigra en engan gegn þekktum andstæðingi. En hann er tiltölulega hátt rankaður og með flott bardagaskor sem lýtur vel út á ferilskránni hjá Davis.

Gervonta Davis er gimsteinn Mayweather Promotions. Algjörlega geggjaður boxari með frábæra tækni og kraft í höndunum og örvhentur. Allur pakkinn. Hann er m.a eitt af andlitum Under Armour í Bandaríkjunum. Í síðasta bardaga hans fór hann til Englands og barðist við heimamanninn Liam Walsh um titilinn sinn og veitti honum kennslustund í boxi. Mæli með því að tjekka á þeim bardaga. Ég spái því að þetta verði algjör veisla þar sem við munum sjá Gervonta Davis sýna af hverju hann er svona hátt skrifaður í boxheiminum. Gervonta Davis með hrikalegt rothögg í 4. lotu.

Floyd Mayweather Jr. (49-0, 26 rothögg) gegn Conor McGregor (0-0 / 21-3 í MMA, 18 rothögg)

Þyngd: 154 punda ofur veltivigt (70 kg)
Titill: Money Belt (bull titill)
Lotur: 12

Þessi bardagi sko.. allt promotionið fyrir þennan bardaga hefur verið hálf furðulegt. Fyrst var Conor að segja að Floyd væri bara eldgamall og ömurlegur. Það fór svo út í að Floyd væri að segjast vera orðinn gamall og ekki jafn góður og áður og í rauninni að tala upp möguleika Conor í bardaganum. Floyd er sífellt að segja að Conor sé yngri, stærri og sterkari. Maður gæti haldið að Floyd væri orðinn auðmjúkur með aldrinum og væri bara að segja sannleikann að Conor ætti bullandi séns. En nei sorry, you’ve been played.

Ég held að Mayweather sé 100% undirbúinn fyrir þetta. Hann er maður sem er alltaf að æfa og alltaf í formi. Hann er í gymminu allan daginn (þegar hann er ekki á stripp búllunni sinni) jafnvel eftir að hann hætti. Þetta er nefnilega allt leikur til ad selja bardagann. Floyd er nefnilega besti self promotaði íþróttamaður í sögunni. Hann er búinn að sannfæra hálfan heiminn um að Conor sé að fara vinna og láta restina efast um hvernig bardaginn fer.

Conor McGregor er mjög góður MMA bardagamaður sem byggir leikinn sinn á spörkum til að kýla menn svo og lætur þá viljandi labba í þessa vinstri hönd. En með fullri virðingu fyrir Conor og hans eiginleikum er hann að fara keppa í boxi á móti mögulega besta varnarboxara í sögunni. Conor fékk ekki inn neinn reyndan boxþjálfara né var hann að fá heimsklassa sparring félaga í æfingabúðirnar. Það lætur mig hugsa tvennt, annað hvort er þetta egó í honum á annarri plánetu eða hann áttar sig á möguleikum sínum í þessum bardaga og er að hafa gaman.

Þessi bardagi verður anti-climax fyrir flesta sem horfa. Floyd á eftir að byrja hægt og rólega og Conor gæti stolið 1. eða 2. lotu. Eftir það verður þetta The Mayweather Show sem mun annað hvort sprengja Conor á þolinu og stoppa hann eða sigur eftir 12 lotu dómaraákvörðun. Menn ættu að vita að það er ekkert að marka það sem Floyd segir fyrir bardaga. Floyd segist ætla að sækja strax en hann gerir alltaf það sama; fer inn til að vinna, með hvaða hætti sem er. Þegar uppi er staðið er sigur það eina sem skiptir máli.

Eini séns Conor er að vinna þetta í 1. eða 2. lotu með rothöggi. Það er einmitt hans spá og ég held hann viti það alveg sjálfur. Hann er alveg out of his league þegar loturnar fara að telja en einmitt af því hann er yngri, stærri og sterkari þá á hann séns bara á að vera í hringnum fyrstu tvær loturnar. Hann þyrfti að setja allt í að reyna að stoppa Floyd í fyrstu tveimur lotunum, annars verður þetta mjög óþægilegt kvöld fyrir kallinn. Ég spái því að Conor byrji fyrstu lotu á 200% krafti og leggi allt í sölurnar. Sem annað hvort virkar eða virkar ekki. Ég held að það muni ekki virka og Floyd núlli út þessa pressu og berji aumingja Conor sundur og saman og stoppi hann um miðjan bardagann. Nema Floyd sé bara gamall ömurlegur kall.. en hvað veit ég? Floyd Mayweather með rothögg í 6. lotu.

Hægt er að fylgjast með Kolbeini á Instagram og Facebook.

Facebook: Kolbeinn Kristinsson
Instagram: The Icebear Kristinsson

Mynd: Baldur Kristjánsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular