spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Magnús 'Loki' Ingvarsson (UFC 246)

Spámaður helgarinnar: Magnús ‘Loki’ Ingvarsson (UFC 246)

UFC 246 fer fram á laugardaginn þar sem Conor McGregor mætir Donald Cerrone. Spámaður helgarinnar fyrir bardagakvöldið er bardagakappinn Magnús ‘Loki’ Ingvarsson.

Magnús er 3-0 sem atvinnumaður og fylgist auðvitað vel með bardagaheiminum. Magnús barðist síðast í september og vonast eftir að fá bardaga á næstu mánuðum.

Veltivigt: Conor McGregor gegn Donald Cerrone

Þá er það veislan! Þessi bardagi veltur á ýmsu. Cowboy berst oft en á misgóðar frammistöður. Það fer algjörlega eftir því hvaða Cowboy mætir á svæðið í hvaða lotu þetta fer. Cowboy getur verið magnaður en stundum er eins og hann mæti bara ekki. En ég sé sigurinn alltaf lenda Conor meginn. Ég vona að Cowboy mæti með sína allra bestu frammistöðu og taki þetta í lengri loturnar en ég spái því að Conor roti hann í annarri lotu.

Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington

Þetta er rematch, báðar búnar að berjast um titilinn nýlega. Þær mættust fyrst árið 2015 og ég held að við fáum skemmtilegan þriggja lotu bardaga sem endar aftur Holly meginn.

Þungavigt: Aleksei Oleinik gegn Maurice Greene

King Aleksei maður, þetta er skarfur á móti trölli. Ég vona innilega að Aleksei púlli mount og Ezekiel chokar Greene en ég tel það hæpið og spái Greene KO í 1. lotu.

Strávigt kvenna: Claudia Gadelha gegn Alexa Grasso

Claudia er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og mun betri í gólfinu en Grasso. Hún er að fara að outgrappla Grasso og klárar hana í 2. lotu.

Léttvigt: Anthony Pettis gegn Carlos Diego Ferreira

Anthony Pettis er góður og alltaf solid en ég held að hann sé orðinn gatekeeper í léttvigtinni. Ég sé Ferreira sigla þessu heim eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular