Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Orri Sigurður Ómarsson (UFC 245)

Spámaður helgarinnar: Orri Sigurður Ómarsson (UFC 245)

Aðsend mynd.

UFC 245 fer fram á laugardaginn og er bardagakvöldið gjörsamlega stútfullt af frábærum bardögum. Orri Sigurður Ómarsson er spámaður helgarinnar fyrir þetta stóra bardagakvöld.

UFC 245 fer fram í Las Vegas á laugardaginn þar sem þrír titilbardagar eru á dagskrá. Orri Sigurður spilar sem miðvörður hjá Val og er mikill MMA aðdáandi. Gefum honum orðið.

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman gegn Colby Covington

Ég get bara ekki með neinu móti spáð Covington sigri. Þetta getur vel verið eitthvað marketing stunt þessir stælar í honum en þetta er komið langt yfir strikið. Gaurinn þarf að tapa þessum bardaga. Ég held nú ekki að þetta verði neitt sérstaklega skemmtilegur bardagi þrátt fyrir að hann verður fróðlegur fyrir MMA nördinn. Usman tekur þetta á stigum.

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway gegn Alexander Volkanovski

Skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Max er gjörsamlega að jarða þessa deild og virðist bara vera óstöðvandi. Volkanovski er vissulega geggjaður fighter með 7-0 í UFC en hann hefur ekki mætt neinum eins og Max. Hann mun gasa út í 2. eða 3. lotu af því hann verður alltaf að leita af rotinu og einnig hefur hann aldrei farið fimm lotur.  Max er kóngur þolsins og klárar hann annað hvort á stigum eða TKO í 4.-5. lotu.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Germaine de Randamie

Amanda Nunes virðist bara vera að taka sömu leið og Jon Jones og Demetrious Johnson í UFC. Hún er algjörlega geitin í kvennaflokkum UFC og ég sé bara ekki neina leið fyrir Randamie að vinna hana. Nunes hefur sýnt að hún er frábær bæði standandi og í gólfinu. Nunes tekur hana í 2. lotu eftir að hafa unnið fyrstu lotu auðveldlega. GOAT!

Bantamvigt: Marlon Moraes gegn Jose Aldo

Moraes er að fara taka þennan bardaga með TKO í 3. lotu. Greyið og ekki greyið Aldo, sá hefur tapað sér eftir Conor bardagann. Jújú hann hefur unnið 2-3 bardaga síðan en aldrei litið eins út og hann gerði fyrir Conor bardagann. Auk þess er þessi fight í bantamvigt og myndirnar sem maður hefur séð af Aldo greyinu eru skelfilegar, kæmi mér ekki á óvart ef hann titrar upp á vigtina. Fjögur salöt á dag til þess að létta sig er aldrei vænlegt til árangurs.

Bantamvigt: Petr Yan gegn Urijah Faber

Hvað er Urijah að spá? Hættu bara maður. Þú varst flottur fighter en núna er þetta komið alltof langt. Hann kemur til baka og vinnur eitthvað no name, okei flott. Síðan fer hann bara í gaur sem er 13-1 og 5-0 í UFC, sérstakt. Ég sé þetta bara fara á einn veg og það er að Urijah verði laminn í köku þrátt fyrir endalausar tilraunir til að wrestla Yan. Petr Yan í 2. lotu. TKO.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular