Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Þórður Bjarkar þjálfari í Muay Thai hjá VBC. Þórður heldur mikið uppá Donald Cerrone og því er tilvalið að fá hann til að spá fyrir um UFC 178.
Bantamvigt: Dominick Cruz gegn Takeya Mizugaki
Gamli góði Cruz mun sýna að hann hefur engu gleymt og nota eina bestu fótavinnu í MMA heiminum til þess að sigra bardagann örugglega á dómaraúrskurði.
Bantamvigt kvenna: Cat Zingano vs. Amanda Nunes
Kötturinn Zingano mun byrja vel. Þessi bardagi verður líklegast standandi viðreign og mun enda í slögg fest. Gæti endað á báða vegu en mér finnst Zingano hæfileikaríkari svo hún sigrar eftir dómaraúrskurð.
Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero
Kennedy er sterkari í öllu nema þá kannski wrestling þar sem Romero hefur vinningin og þá kannski í hreinum styrk. Spennandi bardagi sem Kennedy sigrar í þriðju lotu með rothöggi.
Fjaðurvigt: Dustin Poirier gegn Conor McGregor
Conor mun koma inn öruggur, kannski of öruggur og byrja að reyna að leika sér með Dustin. Hann hefur náð að komast inn í hausinn á Poirier fyrir bardagan og það mun kannski hrjá Poirier. Dustin mun halda fjarlægð, borða fullt af höggum en svo ná blast double og sýna flotta takta út fyrstu lotuna. Önnur lota mun Conor rota Poirier með einhverju svakalegu sparki eða klúðra því einhvern veginn og Poirier rotar hann með rosalegri hægri. Conor er að mæta lang sterkasta andstæðingi sínum til þessa og verður spennandi að sjá. Ég held að Conor vinni en ég finn einhvern veginn á mér að Poirier sigri og ætla að skjóta á í annarri lotu.
Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez
Cerrone er með frábært Muay Thai og er einn harðasti kúreki síðan Clint Eastwood lék í The Good, the bad and the ugly. Cerrone sigrar með headkicki í annarri lotu.
Fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso
Þetta verður hörku bardagi. Músin mun sýna flotta taka, sem maður mun ekki taka almennilega eftir nema maður horfi á bardagan í slow motion. DJ er einn tæknilegasti bardagamaðurinn í UFC og Cariaso á eftir að veita honum smá samkeppni en músin rotar hann í fjórðu lotu.