spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStaðgengill Gunnars í Liverpool skar af sér 21 kg fyrir bardagann gegn...

Staðgengill Gunnars í Liverpool skar af sér 21 kg fyrir bardagann gegn Neil Magny

Gunnar Nelson þurfti að draga sig úr bardaga sínum gegn Neil Magny í maí. Craig White kom í hans stað og þurfti hann að taka af sér 21 kg á aðeins tveimur vikum fyrir bardagann.

Gunnar átti að mæta Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Þegar Gunnar meiddist hófst leit að nýjum andstæðingi fyrir Magny en erfiðlega gekk fyrir UFC að fá inn andstæðing í stað Gunnars. Tveimur vikum fyrir bardagakvöldið fékk UFC loksins já frá Craig White en hann var ekki í UFC þegar kallið kom.

Craig White var hæstánægður með tækifærið en hafði um leið miklar áhyggjur af niðurskurðinum sem var framundan. White var 98 kg þegar hann fékk símtalið frá UFC og þurfti að vera 77 kg eftir tvær vikur.

Næstu tvær vikurnar æfði hann fjórum sinnum á dag og inntók um það bil 600 kaloríur en White ræddi um niðurskurðinn við Petesy Carrol hjá MMA Fighting á dögunum.

Á meðan White borðaði svo lítið reyndu viðtölin og opna æfingin mikið á. Hann reyndi þó að fela líðan sína eins og hann gat og þurfti að hafa æfinguna fyrir framan áhorfendur mjög stutta.

„Líkaminn minn var í rusli og ég fraus á einum tímapunkti. 2000 manns voru að horfa á mig kýla í púða og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að líta ömurlega út. Ég hélt ég væri góður í tvær mínútur í viðbót en þjálfarinn minn sagði Dan Hardy að ég væri búinn,“ sagði White.

White glímdi einnig við bakmeiðsli og gat því lítið gert annað en að sitja á hjólinu og svitna. Það eina sem hann hugsaði um þegar hann steig á vigtina var hve heimskulegt þetta hefði verið. White náði vigt en það sama var ekki hægt að segja um aðalstjörnu kvöldsins, Darren Till.

Niðurskurður Darren Till reyndist afar erfiður líkt og hjá White en ólíkt White fékk Till ekki skamman fyrirvara. „Eftir það sem ég hafði gengið í gegnum gat ég ekki skilið hvernig hægt væri að ná ekki vigt þegar þú hefur tveggja mánaða fyrirvara.“

„Vanalega get ég farið fimm til sex sinnum í baðið og tekið fimm kg af mér en í þetta sinn þurfti ég að fara 14 sinnum í baðið til að ná vigt.“

White gat þó nært sig vel eftir vigtunina og aldrei liðið eins vel þegar hann steig í búrið. White var svo strax kominn aftur upp í 92 kg þegar hann barðist eftir að hafa verið 77,7 kg daginn áður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular