Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir úr Tý verður eini fulltrúi Íslands á Evrópumeistaramótinu í MMA sem fram fer í Rúmeníu á næstu dögum. Ingibjörg keppir í fluguvigt kvenna og eru fimm konur með henni í flokk.
Ingibjörg Helga, betur þekkta sem Imma, hefur mikla reynslu úr hnefaleikum. Núna tekur hún skrefið í MMA og mun fá sína fyrstu MMA bardaga á Evrópumeistaramótinu.
Evrópumótið í ár fer fram í Rúmeníu en drátturinn í þyngdarflokkunum fer fram í dag. Fyrstu bardagar á mótinu eru á morgun en þyngdarflokkur Ingibjargar mun að öllum líkindum ekki hefjast fyrr en á miðvikudaginn.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023