spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStærsti bardagi Cyborg er við vigtina

Stærsti bardagi Cyborg er við vigtina

Strikeforce: Melendez v MasvidalCris ‘Cyborg’ Justino berst sinn annan UFC bardaga á laugardaginn. Nánast alltaf þegar Cyborg berst snýst umræðan um eitthvað allt annað en bardagann.

Staðreyndin er sú að fáar konur í heiminum komast með tærnar þar sem Cyborg er með hælana (að minnsta kosti ekki í 145 punda fjaðurvigtinni). Það er því yfirleitt lítil spenna fyrir bardaga hennar og Cyborg yfirleitt afar sigurstrangleg hjá veðbönkum. Áhuginn er þó til staðar þó spennan sé minni.

Umræðan snýst oftast um mögulega framtíðar andstæðinga í lægri þyngdarflokkum og þyngd hennar heldur en bardagann framundan.

Cyborg Justino er langbesta bardagakona heims í fjaðurvigtinni og telja margir að hún sé einfaldlega besta bardagakona heims. 145 punda fjaðurvigtin er þó afskaplega þunnskipuð af stórum og reynslumiklum nöfnum. Á styrkleikalista Fight Matrix* er níunda besta bardagakona heims í þyngdarflokknum bara með fjóra sigra og fjögur töp. Á listanum eru líka bara 15 nöfn í fjaðurvigtinni en til samanburðar eru 50 konur í strávigtinni og 650 bardagamenn í veltivigt karla.

Cyborg er vinsæl bardagakona og einhvern veginn vill UFC að hún berjist hjá sér. Þess vegna keppir Cyborg í 140 punda hentivigt í UFC enda er UFC ekki með fjaðurvigt kvenna. Ástæðan er sú að sennilega eru ekki nógu margar konur í heiminum sem keppa í fjaðurvigt.

Þessi 140 punda hentivigt er ekki alveg að gera sig. UFC fær hana til að keppa þar í veikri von um að geta sett saman stóran bardaga á milli Cyborg og t.d. Rondu Rousey.

Fyrir bardaga hennar um helgina eru fæstir að spá í andstæðing Cyborg – Lina Lansberg. Fyrir marga er Lansberg bara næsta fórnarlamb Cyborg. Niðurskurður Cyborg hefur fengið langmestu athyglina enda virðist niðurskurðurinn vera gífurlega erfiður.

Á mánudaginn var Cyborg 11 kg yfir 63,5 kg hentivigtartakmarkið. Í dag var hún tæpum 5 kg yfir en vigtunin fer fram á morgun (föstudag). Þessi gífurlega erfiði niðurskurður tekur mikinn toll á skrokkinn og hefur auðvitað slæm áhrif á heilsuna.

Og til hvers? Hvað ætlar UFC að gera með Cyborg eftir þetta? Hún virðist vera að leggja gríðarlega mikið á sig til að berjast við andstæðinga sem fáir þekkja í þyngdarflokki sem er ekki til. Hún hefur ekki einu sinni fengið stóran bardaga við þær bestu sem berjast í bantamvigtinni t.d. Holly Holm eða Mieshu Tate. Cyborg er einfaldlega í einskis manns (konu?) landi þessa stundina.

Þess má geta að Cyborg er ennþá fjaðurvigtarmeistari Invicta og hefur áhuga á að verja beltið sitt þar. Þess má einnig geta að Lina Lansberg berst vanalega í fjaðurvigt og því er það ótrúlega skrítið að UFC skuli vera að setja saman þessa bardaga í einhverri hentivigt.

Það er þó ljóst að Cyborg á marga aðdáendur og þá sérstaklega heima fyrir í Brasilíu. Hún verður á heimavelli á laugardaginn þegar hún tekst á við hina sænsku Linu Lansberg. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC Fight Night 95.

*Fight Matrix er óháður styrkleikalisti sem raðar bardagamönnum á styrkleikalista með reikningum. Á listum þeirra má finna bardagamenn- og konur úr öllum stærstu bardagasamtökum heims. Listarnir eru ekki tæmandi en lang flest nöfnin má finna á listunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular