spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStigagjöfin í BJJ

Stigagjöfin í BJJ

Oft getur verið hálf ruglingslegt að vita hver sé að vinna í keppnisglímum,  sérstaklega ef hvorugur keppandinn er augljóslega að yfirbuga hinn með uppgjafartaki.  Ef BJJ er eitthvað nýtt fyrir þér væri án efa gaman að vita hvenær þú ættir að hrópa „laglegt“ eða „koma svo“  þegar þú ert að horfa á einhvern keppa.  Hér að neðan er stiklað á stóru í stigagjöf BJJ svo lesendur geti komist yfir þá tilfinningu að finnast þetta vera óttalegt hnoð.

Keppnisglímur ráðast yfirleitt annað hvort með uppgjöf eða stigum.  Með uppgjöf er átt við að annar keppandinn fær mótherja sinn til að gefast upp með því að tappa út, þá slær uppgefandi af ákveðni í mótherja eða gólf svo ekki fari milli mála að hann vilji að glíman sé stöðvuð.  Gefist hvorugur keppandinn upp áður en 6 mínútna keppnistíma líkur sigrar sá sem hefur fleiri stig samkvæmt stigagjöf.  Stig eru gefin fyrir eftirfarandi:

Að fella eða kasta (Takedown) – 2 stig

Á við þegar keppandi nær að fella eða kasta andstæðingnum á gólfið þannig að andstæðingurinn endi undir annað hvort sitjandi, með bak eða síðu í gólfið eða á grúfu. Halda þarf stöðunni í þrjár sekúndur til að fá gefin stig.  Á myndunum hér að neðan eru dæmi um þær stöður sem halda þarf andstæðingnum í eftir að fella eða kast er framkvæmt til að fá stig.

takedown 2

Að komast fram hjá fótum andstæðingsins (Passing the guard) – 3 stig

Að „passa guardið“ er þegar keppandi nær að komast fram hjá fótum andstæðingsins og stjórnar efri hluta líkama hans í þrjár sekúndur. Myndirnar hér að neðan sýna allar stöður þar sem keppandinn hvíta gallanum hefur komist fram hjá “guardinu” hjá þeim í bláa.

guard pass2

Að sópa (Sweep) – 2 stig

Er þegar keppandi sem er undir með fætur á milli sín og andstæðingsins tekst að sópa andstæðingnum um koll og enda ofan á í toppstöðu í þrjár sekúndur. Myndaröðin hér að neðan er dæmi um eitt slíkt.

sweep2

Að setja hné á maga andstæðingsins (Knee on belly) – 2 stig

Þegar keppandi sem er með toppstöðu tekst að setja hné á efri hluta líkama andstæðingsins án þess að hitt hnéð hvíli á jörðinni.  Halda þarf stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur til að fá gefin stig.

kob2

Að sitja klofvega yfir andstæðing sínum (Mount) – 4 stig

Ef að keppanda tekst að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðing sínum þannig að hann sitji klofvega yfir honum í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá fær sá keppandi stig.

mount

Að ná stjórn á baki andstæðings (Back control) – 4 stig

Er þegar keppandi nær stjórn á baki andstæðingsins þannig að hælar keppandans eru á innanverðum lærum andstæðingsins. Halda þarf stöðunni í þrjár sekúndur til að gefin séu stig.

back control2

Með því að þekkja þessi atriði á upplifunin við að fylgjast með keppnisglímum eftir að verða mikið meira spennandi og þú ættir að geta hrópað baráttuköll án þess að fá vandræðalega þögn á eftir.  Fyrir áhugasama um nánari úttekt á keppnisreglum í BJJ er hægt að nálgast þær hér:  Keppnisreglur BJÍ.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular