spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic heldur áfram að suða í Daniel Cormier

Stipe Miocic heldur áfram að suða í Daniel Cormier

Fyrrum þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic hefur ekki barist síðan hann tapaði titlinum í fyrra. Miocic vill fá annan bardaga gegn Daniel Cormier og hefur suðað í honum á samfélagsmiðlum.

Daniel Cormier varð þungavigtarmeistari UFC með því að rota Stipe Miocic í 1. lotu í júlí í fyrra. Cormier hefur síðan þá varið titilinn einu sinni með sigri á Derrick Lewis í nóvember á meðan Miocic hefur ekki enn barist.

Stipe Miocic hefur ítrekað skorað á Cormier að mæta sér aftur eftir tapið. Cormier tók bardagann við Lewis með þriggja vikna fyrirvara og viðurkenndi að hann hefði aldrei tekið annan bardaga við Miocic með svo skömmum fyrirvara. Síðan þá hefur hann verið að glíma við bakmeiðsli og er óvitað hvenær hann getur barist næst.

Miocic hefur nokkrum sinnum skorað á Cormier á samfélagsmiðlum en án árangurs. Fyrr í vikunni var hann enn einu sinni að skora á Cormier en að sögn Dana White er UFC þegar með andstæðing í huga fyrir Cormier. Miocic hefur verið að suða í Cormier síðan þeir börðust fyrst.

Nú þegar febrúar er hálfnaður er Miocic ekki enn með staðfestan bardaga og spurning hvenær hann berst næst og gegn hverjum.

Líklegast mun Cormier taka peningabardaga gegn Brock Lesnar þegar Cormier verður heill.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular