Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic mætir Ben Rothwell í Dublin - Svona lítur bardagakvöldið út

Stipe Miocic mætir Ben Rothwell í Dublin – Svona lítur bardagakvöldið út

mark hunt stipe
Stipe Miocic eftir sigurinn á Mark Hunt.

Bardagakvöldið í Dublin er hægt og bítandi að taka á sig mynd. Í gærkvöldi var það staðfest að Stipe Miocic og Ben Rothwell munu mætast á bardagakvöldinu. Nú eru átta staðfestir bardagar á kvöldinu.

Viðureign Miocic og Rothwell er mikilvægur bardagi í þungavigtinni. Báðum hefur vegnað vel upp á síðkastið en talið var líklegt að Miocic fengi næsta titilbardaga. Miocic sigraði Mark Hunt í maí á þessu ári en tapaði þar áður fyrir Junior dos Santos í jöfnum bardaga.

Ben Rothwell hefur sigrað þrjá bardaga í röð og vakti mikla athygli fyrir sigur sinn gegn Matt Mitrione. Frammistaðan var góð en viðtalið eftir sigurinn var mun minnistæðara.

Bardaginn verður á aðalhluta bardagakvöldsins og er líklegur sem næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event). Bardagakvöldið í Dublin lítur því svona út sem stendur en reikna má með að UFC bæti fjórum bardögum við.

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Joseph Duffy
Þungavigt: Stipe Miocic gegn Ben Rothwell
Fluguvigt: Paddy Holohan gegn Louis Smolka
Léttvigt: Norman Parke gegn Reza Madadi
Millivigt: Cathal Pendred gegn Tom Breese
Millivigt: Scott Askham gegn Krzysztof Jotko
Millivigt: Bubba Bush gegn Garreth McLellan
Veltivigt: Darren Till gegn Nicolas Dalby

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular