spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic: Þetta var Stipe sýningin

Stipe Miocic: Þetta var Stipe sýningin

Stipe Miocic sigraði Francis Ngannou eftir dómaraákvörðun í gær á UFC 220. Miocic bætti þar með metið yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC.

Eftir jafna fyrstu lotu tók Miocic yfir bardagann og þreyttist Ngannou fljótt. Miocic vann allar fimm loturnar og stjórnaði Ngannou lengi í gólfinu í hverri lotu. Ngannou átti fá svör við fellum Miocic og átti erfitt með að standa upp.

Stipe Miocic virkaði þreyttur og smá önugur á blaðamannafundinum eftir bardagann í gær. Ngannou fékk mikla athygli fyrir bardagann og var talinn sigurstranglegri af veðbönkum.

Aðspurður hvort hann væri besti þungavigtarmaður í sögu UFC var Miocic ekki í neinum vafa. „Fokk já!,“ sagði Miocic á blaðamannafundinum.

„Enginn hefur varið þetta belti þrisvar. Ég gerði það og fór í gegnum röð drápsvéla. Ég átti erfiða leið að titlinum og hef mætt erfiðum andstæðingum í titilvörninni, topp andstæðingar. Ég þurfti að berjast við Arlovski, svo Werdum í Brasilíu fyrir framan 45 þúsund brjálaða aðdáendur. Næst var það Overeem, drápsvél, K-1 meistari, kýlir eins og tonn af múrsteinum. Næst var það JDS [Junior dos Santos] sem ég hafði áður tapað fyrir. Núna fékk ég gæja sem var algjört undur. Það er ekkert auðvelt. Ég vissi að það væri ekki auðvelt að berjast en þetta var aldrei gert auðvelt fyrir mig. Allt var erfitt.“

„Ég fann að hann gat ekki klárað mig í 1. lotu og ég sá að hann var að fjara út. Hann er harður gaur, enginn spurning um það. Hann er mjög góður en ég sá hann vera að fjara út, ég sá það í andlitinu hans. Hann trúði því ekki að ég stæði þarna ennþá.“

Miocic sagði í aðdraganda bardagans að UFC vildi frekar sjá Ngannou vinna. Af þeim sökum var sigurinn því extra sætur fyrir Miocic.

„Núna hefur þetta einhverja merkingu. Ég vann gæjann sem allir héldu að ég gæti ekki unnið og það gerir þetta ennþá sætara. ‘Þessi gæji er algjört undur, hann er einstakur, bla bla bla’. Gettu hvað? Hann tapaði! Hann tapaði fyrir strák frá miðríkjunum sem var 40 pundum léttari en hann. Og ég er besti þungavigtarmaðurinn. Ég hef varið titilinn þrisvar. Enginn hefur gert það áður. Þetta var Stipe sýningin í kvöld. Þetta snérist ekki um hann, þetta snérist um mig af því ég er meistarinn. Ég bætti metið. Ég er bestur.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular