Stipe Miocic, sem af mörgum er talinn besti þungavigtarbardagamaður í sögu UFC, var í viðtali hjá Schmo nýlega og var þar spurður hver væri hættulegasti maður (e. baddest) í heimi að hans mati. Stipe hefur barist við tvo af hættulegustu þungavigtarbardagamönnum seinni ára en hann hefur barist við Francis Ngannou í tvígang og Jon Jones einu sinni.
Það hefur þá vakið athygli að Stipe valdi Francis sem þann bardagamann sem hann telur vera þann hættulegasta. Rökstuddi Stipe það með því að Francis væri búin að gera góða hluti í hnefaleikasenunni og væri öflugur bardagamaður. Það sem vekur sérstaka athygli varðandi þessi ummæli Stipe er að Jones er talinn besti bardagamaður allra tíma og eru fáir sem myndu velja bardagamann sem er enn að berjast fram yfir Jones.
Stipe var þá einnig spurður út í hugsanlegan bardaga Jones gegn Tom Aspinall og sagði Stipe að hann myndi ráðleggja Aspinall að gera ekki sömu mistök og hann sjálfur gerði gegn Jones. Tom er mjög seigur og slær fast, hann hreyfir sig vel og er stór maður ef hann heldur ró sinni mun hann standa sig vel, sagði Stipe.