Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStjörnur framtíðarinnar: Dhiego Lima

Stjörnur framtíðarinnar: Dhiego Lima

Dhiego-Lima-580x414Í þessari greinaröð ætlum við að líta á bardagamenn sem ekki eru með samning við stór samtök á borð við UFC, Bellator, WSOF og One FC. Einblínt verður á bardagamenn sem eru með gott bardagaskor og gætu fengið samning við stór samtök í framtíðinni. Fyrsti bardagamaðurinn sem við skoðum er Dhiego Lima.

Dhiego Lima er 24 ára Brasilíumaður sem æfir hjá American Top Team í Bandaríkjunum. Hann er yngri bróðir Bellator bardagamansins Douglas Lima. Hann er hávaxinn veltivigtarmaður en hann er 188 cm á hæð.

Dhiego Lima (9-1) fæddist í Brasilíu en flutti 11 ára gamall til Bandaríkjanna. Hann er gríðarlega vinnusamur bardagamaður og hefur verið lýst sem algjörum vinnuþjarki af þjálfurum sínum. Hann er með gott Muay Thai og hættulegur af bakinu en líkt og bróðir sinn þarf hann að bæta fellur og felluvörnina sína. Hans eina tap var gegn Nathan Coy en Coy notaði yfirburðar glímuhæfileika sína til að stjórna bardaganum. Lima sigraði síðast Ricky Rainey á umdeildri dómaraákvörðun og olli nokkrum vonbrigðum í þeim bardaga. Lima er hugsanlega einum til tveimur bardögum frá samningi við stærstu samtökin en þarf að sýna betri frammistöðu en síðast til að taka næsta skref. Af níu sigrum hans hafa fjórir komið eftir uppgjafartak og þrír eftir rothögg.


Bill Fraser Vs Dhiego Lima by jacarebjj69

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular