spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaStjörnur framtíðarinnar frá Brasilíu

Stjörnur framtíðarinnar frá Brasilíu

Brazilian-flag-PigmentDana White tilkynnti nýlega að 13 UFC kvöld munu fara fram í Brasilíu árið 2014. Það er nánast tvöföld fjölgun viðburða frá 2013 en í ár hafa 7 UFC kvöld farið fram í Brasilíu. Þessi UFC kvöld eru oftast “Fight Night” kvöld þar sem minni spámenn fá að spreyta sig en ekki þessar stóru stjörnur eins og Anderson Silva og Jose Aldo. Þó má gera ráð fyrir að það verði allavegna 1-2 “Pay per view” kvöld í Brasilíu þar sem stærstu stjörnurnar berjast. Á “Fight Night” kvöldum eru upphitunarbardagarnir (e. preliminary fights) yfirleitt uppfullir af upprennandi bardagamönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í UFC. Af því tilefni er vert að kíkja á hvaða bardagamenn við gætum fengið að sjá á næsta ári á einu þessara kvölda. Þetta eru allt upprennandi bardagamenn með mjög gott bardagaskor sem gætu fengið símtal frá UFC á næstu 1-2 árum. Í þessari grein er ekki verið að skoða Brassa sem hafa nú þegar sannað sig í UFC eins og t.d. Erick Silva, Edzon Barboza eða Raphael Assuncao.

 Julio Cesar “Morceguinho” Neves Jr.

Þessi drengur er aðeins 19 ára og búinn að berjast sem atvinnumaður í 2 ár. Á þessum tveimur árum hefur hann keppt 28 bardaga og sigrað þá alla! Það er hreinlega ótrúlegt að keppa 28 bardaga á tveimur árum! Hann virðist vera eitt mesta efnið í Brasilíu núna en hann keppir í fjaðurvigt. Ef þessi drengur heldur svona áfram verður hann kominn í UFC fyrr en varir.

 Thomas “Thominhas” De Almeida

Thominhas samdi nýverið við Legacy Fighting bardagasamtökin og keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum í desember. Hann er 14-0 og hefur klárað alla andstæðinga sína! Hann er aðeins 22 ára gamall og verður spennandi að sjá hversu langt hann muni fara.

 

Pedro Munhoz

Pedro er 27 ára bantamvigtarmaður en hann sigraði Jeff Curran nýlega í RFA bardagasamtökunum en Curran var á sínum tíma 4. besti bantamvigtarmaður heims áður en hann samdi við UFC árið 2011. Pedro hefur barist þrjá síðustu bardaga sína í RFA en margir bardagamenn hafa barist þar áður en þeir fara í UFC svo sem Chris Weidman og Uriah Hall. Pedro æfir með Black House sem hýsir menn á borð við Anderson Silva og Nogueira bræðurna.

 Rafael “Indio” Nunes

Rafael hefur sigrað alla 10 bardaga sína og klárað þá alla nema 1. Hér má sjá nýjasta bardagann hans (Rafael er í svörtu stuttbuxunum)

 

Rafael Domingos

Rafael er reyndar bara með 2 MMA bardaga á bakinu (sigraði þá báða eftir hengingu) en hann er með virkilega gott BJJ og er þrefaldur heimsmeistari í brúnbelta flokki í BJJ. Hann fékk nýlega svarta beltið og æfir með mönnum eins og Daniel Sarafian og Demian Maia. Menn í Brasilíu eru afar spenntir að sjá hvernig honum eigi eftir að ganga í MMA.

Goiti Yamauchi

Goiti er reyndar með samning við Bellator en þessi lofar virkilega góðu fyrir framtíðina. Goiti er fæddur í Japan en flutti snemma til Brasilíu. Hann byrjaði að æfa BJJ 9 ára, Muay Thai 13 ára, box 14 ára og standandi glímu 15 ára. Eftir að hann varð atvinnumaður 17 ára að aldri hefur hann unnið 15 bardaga og tapað einum. Af þessum 15 hefur hann sigrað eftir uppgjafartak í 13 skipti. Hann sigraði sinn fyrsta Bellator bardaga í september er hann hengdi andstæðing sinn í fyrstu lotu.

 UFC hefur þegar tryggt sér nokkra Brassa sem hafa lofað góðu í sínum fyrstu bardögum.

Edmilson “Kevin” Souza.

Souza er 14-3 og keppti sinn fyrsta UFC bardaga í september á þessu ári gegn Felipe Arantes. Souza sigraði eftir klofna dómaraákvörðun en hann er með 12 sigra á bakinu eftir rothögg og var þetta í fyrsta sinn sem hann klárar ekki andstæðing sinn. Souza keppir í fjaðurvigt og er 182 cm á hæð og er líklegast einn sá hávaxnasti í fjaðurvigtinni í UFC.

Cezar “Mutante” Ferreira

Mutante sigraði fyrstu seríu af TUF: Brazil í júní 2012. Eftir að hafa sigrað Sergio Moraes eftir dómaraákvörðun mætti hann Thiago Santos í ágúst á þessu ári. Mutante sigraði á “guillotine” hengingu eftir aðeins 47 sekúndur í fyrstu lotu. Þessi 28 ára Brassi kláraði alla andstæðinga sína á leið sína í úrslitin á TUF. Sigurvegar TUF hafa þó ekki riðið feitum hesti undanfarin ár og því erfitt að segja hversu langt hann gæti farið.

 Yan Cabral

Yan Cabral keppti sinn fyrsta UFC bardaga nú á miðvikudaginn var gegn David Mitchell. Cabral gjörsamlega skúraði gólfið með Mitchell og sýndi þvílíka yfirburði í gólfinu. Þessi veltivigtarmaður sigraði fyrstu 10 bardaga sína á uppgjafartaki en bardaginn gegn Mitchell var fyrsti bardagi hans sem fer í dómaraákvörðun. Síðasti bardagi hans áður en hann fór í UFC var sigur á hinum háaldraða Kazushi Sakuraba eftir uppgjafartak. Þessi þrítugi Brassi æfir í Nova Uniao sem hýsir ekki ómerkari menn en Jose Aldo og Renan Barao.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular