Stjúpdóttir UFC bardagamannsins Walt Harrist fannst látin fyrr í vikunni. Um morðrannsókn er að ræða en þrír einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið.
Walt Harris átti að mæta Alistair Overeem á UFC on ESPN 7 þann 7. desember. Þegar stjúpdóttir hans, Aniah Blanchard, hafði verið týnd í nokkra daga dró hann sig úr bardaganum.
Lýst hafði verið eftir Aniah um nokkurt skeið en hún fannst látin fyrr í vikunni. Þrír menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir mannrán. Vitni sáu einn þeirra ákærða neyða Aniah upp í bíl sinn þann 23. október. Tveimur dögum síðar fannst bíll Aniah þakinn blóði hennar en miðað við magn blóðsins í bílnum var um lífshættulega áverka að ræða. Málið var því rannsakað sem glæpur en fráfall hennar hefur nú verið staðfest.
Walt Harris sendi síðan frá sér tilkynningu í gær þar sem hann syrgir stjúpdóttur sína.