spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna biður Invicta FC um að finna fyrir sig bardaga - æfir...

Sunna biður Invicta FC um að finna fyrir sig bardaga – æfir á fullu í Tælandi

Sunna Rannveig Davíðdsóttir er um þessar mundir stödd í Tælandi. Þar nýtir Sunna tímann vel og æfir í Tiger Muay Thai en nú segist hún vera tilbúin í næsta bardaga.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir (3-0) barðist ekkert á árinu 2018 vegna meiðsla. Til stóð að Sunna myndi berjast í desember en áður en það var gert opinbert þurfti hún að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Nú er hún komin aftur á fullt og er þessa dagana í Tælandi ásamt dóttur sinni. Þar eru þær meðal annars að æfa í Tiger Muay Thai en í nýlegri færslu á Instagram segist Sunna vera tilbúin fyrir bardaga hjá Invicta.

Sunna hefur unnið alla þrjá bardaga sína í Invicta en síðast sigraði hún Kelly D’Angelo í júlí 2017. „Invicta, ég er tilbúin! Ég get ekki beðið eftir að koma og berjast fyrir ykkur og alla aðdáendurna með sterkara hjarta en nokkru sinni fyrr,“ segir Sunna meðal annars á Instagram.

Vonandi getur Sunna barist sem fyrst á nýju ári en Invicta hefur ekki greint frá áætluðum bardagakvöldum á næsta ári.

Sunna hefur verið að æfa með Loma Lookboonmee en hún berst í atómvigt (flokkurinn fyrir neðan flokk Sunnu) í Invicta.

 

View this post on Instagram

 

I am so very grateful and happy to be able to train at such high level with the MMA fight team @tigermuaythai, awesome coaches @hickmanbrothers, lots of skilled girls to train with and a great fighter friend @lomalookboonmee ? I can’t think of a better place to feel the fire in my heart and get ready to step into the cage again than here where it all started 6 years ago? . . After 17 months away from the cage due to injury I decided to go back to the roots for one month only to train, eat, sleep and enjoy quality time with my precious daughter @aannarakel who is now also more motivated than she has ever been and that motivates me even more. Together we are stronger ?❤ . . @invictafc I am ready! I truly can’t wait to come back fighting for you and all the fans with a mighty heart stronger than ever before ?❤ . . Let’s do this! ? . . #grateful #happy #happyfighter #dangerOusfighter #figher #fire #heart #highlevel #motivated #motheranddaughter #family #fighters #friends #baCktotheroOts #Phuket #Thailand #TigerMuayThai #MuayThai #wrestling #striking #MMA #WMMA #InvictaFC #MjolnirMMA #LetsdOthis . . ? @jonny_betts ? #Repost @tigermuaythai (@get_repost) ・・・ @invictafc fighters @lomalookboonmee ?? and @sunnatsunami ?? wrestling and sparring together here at Tiger Muay Thai as they both await announcements on their next match ups #femalemma #girlswhofight #invictafc #mma #tigermuaythai #phuket #thailand

A post shared by Sunna Rannveig Davíðsdóttir (@sunnatsunami) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular