spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna og Mallory Martin báðar á vigt

Sunna og Mallory Martin báðar á vigt

Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Mallory Martin náðu báðir strávigtartakmarkinu í dag. Það er því fátt sem kemur í veg fyrir bardaga þeirra á morgun.

Sunna var 115,8 pund eða 52,5 kg í vigtuninni í dag sem fór fram í morgun í Kansas. Vigtun fyrir áhorfendur fer svo fram síðar í dag þar sem keppendur morgundagsins mætast augliti til auglits.

Martin var 114,8 pund eða 52,2 kg. Strávigtin er 115 punda flokkur en leyfilegt er að vera einu pundi yfir.

Niðurskurðurinn gekk mjög vel hjá Sunnu og var hún 54 kg í gærmorgun (fimmtudag) og var hún allt ferlið á undan áætlun. Í gær fór fram fjölmiðladagur þar sem bardagakonurnar sátu fyrir svörum og leið Sunnu vel þar enda niðurskurðurinn á góðu róli.

Sunna er því meira en tilbúin fyrir bardagann annað kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst á miðnætti annað kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular