spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig búin að ná vigt

Sunna Rannveig búin að ná vigt

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var akkúrat 115 pund á vigtinni áðan í formlegu vigtuninni fyrir Invitca. Sunna mætir Kelly D’Angelo á Invicta FC 24 kvöldinu annað kvöld.

Sunna þurfti að taka tvö kíló af sér í baðinu í morgun í Kansas. Niðurskurðurinn gekk vel að sögn Bjarka Þórs Pálssonar sem er með í för ásamt Árna Ísakssyni. Sunna var því 115 pund á vigtinni eða 52 kg. Leyfilegt er að vera einu pundi yfir en Sunna var bara akkúrat í réttri þyngd.

Eftir vigtunina var farið á Cheesecake Factory þar sem Sunna skellti í sig almennilegum mat eftir niðurskurðinn.

Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst á miðnætti. Bardagakvöldið verður einnig sýnt á Drukkstofunni í Mjölni en Íslendingar sem eru staddir í Glasgow ætla að sameinast á Alea Casino Glasgow og horfa á bardaga Sunnu.

Sjónvarpsvigtunin fer svo fram í kvöld og hefst hún kl 23 á íslenskum tíma. Sjónvarpsvigtunina má sjá hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=wmRW_yg8qc8

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular