spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig með sigur eftir dómaraákvörðun

Sunna Rannveig með sigur eftir dómaraákvörðun

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var rétt í þessu að vinna Kelly D’Angelo. Sunna Rannveig vann eftir dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

Bardaginn var nokkuð jafn til að byrja með og náðu báðar inn góðum höggum í 1. lotu bardagans. Sunna náði að stjórna Kelly í clinchinu um tíma en 1. lota nokkuð jöfn.

Önnur lota var frábær hjá Sunnu. Hún náði tveimur frábærlega vel tímasettum fellum og var það mjög einhliða lota. Sunna komst tvisvar í „mount“ í lotunni en Kelly varðist vel og náði að sleppa en komst ekki lengra en „half-guard“. Sunna var alltaf að reyna að komast í betri stöðu en alltaf var Kelly að ná að hindra hana. Kelly var þó ekkert á leiðinni upp.

Þriðja lota var aðeins jafnari og fór að mestu fram standandi. Sunna var að hafa betur þar og var Kelly hikandi og vildi forðast felluna. Kelly reyndi að beita gagnárásum standandi og pressaði lítið fram af ótta við felluna. Sunna var að hitta meira og náði svo frábærri fellu þegar 45 sekúndur voru eftir af bardaganum. Það innsiglaði lotuna og bardagann og vann Sunna þriðju lotuna.

Sunna tók þetta eftir einróma dómaraákvörðun (30-26, 30-27 og 30-27*) og er nú 3-0 á atvinnuferlinum. Sunna var afar þakklát fyrir stuðninginn og þakkaði öllum sem aðstoðuðu hana í ferlinu.

*10 stig fékk Sunna fyrir að vinna hverja lotu, Kelly 9 stig eða minna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular