spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna Rannveig valin bardagakona ársins á Norðurlöndum af MMA Viking

Sunna Rannveig valin bardagakona ársins á Norðurlöndum af MMA Viking

Sunna Rannveig
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var fyrr í dag kjörin bardagakona ársins 2016 á Norðurlöndunum af vefmiðlinum MMA Viking.

Sunna Rannveig barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í Invicta í september á síðasta ári. Þar sigraði hún Ashley Greenway eftir þrjár lotur og var sigurinn aldrei í hættu.

Sunna var sú eina frá Norðurlöndunum sem vann bardaga í Invicta eða UFC og var þetta því besti árangur ársins hjá bardagakonum Norðurlandanna að mati MMA Viking.

Þetta er enn ein rósin í hnappagatið hjá Sunnu en á dögunum var hún kjörin nýliði ársins í netkosningu Invicta bardagasamtakanna. Sunna er ólm í að berjast aftur sem fyrst og mun vonandi fá annan bardaga fljótlega.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular