Sunna Rannveig Davíðsdóttir er tilnefnd sem nýliði ársins í Incivta FC bardagasamtökunum.
Sunna barðist sinn fyrsta atvinnubardaga síðastliðinn september á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas. Sunna sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun og var sigurinn aldrei í hættu.
Sunna skrifaði fyrr á árinu undir nokkurra bardaga samning við Invicta bardagasamtökin og var bardaginn gegn Greenway sá fyrsti hjá henni í Invicta.
Hún er nú tilnefnd sem nýliði ársins í Invicta og geta íslenskir bardagaaðdáendur kosið hér. Sem stendur er hún í þriðja sæti á eftir þeim Tessu Simpson og Kal Holliday. Við hvetjum lesendur til að smella einu atkvæði á Sunnu í von um að hún nái fyrsta sætinu.