T.J. Dillashaw hefur látið bantamvigtartitil sinn af hendi eftir að lyfjapróf hans sýndi óvenjulegar niðurstöður. Dillashaw greindi sjálfur frá þessu í dag.
T.J. Dillashaw tapaði fyrir Henry Cejudo um fluguvigtartitilinn í janúar. Dillashaw var kláraður af Cejudo þegar þeir mættust þann 19. janúar en Dillashaw freistaði þess að verða meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.
Dillashaw greindi frá þessu í dag á sínum samfélagsmiðlum.
View this post on Instagram
Dillashaw sagði að það væri bara sanngjarnt að hann myndi láta beltið af hendi svo þyngdarflokkurinn standi ekki í stað. Dillashaw segist ekki geta lýst vonbrigðum sínum og að hann sé að vinna í að komast að því hvað gerðist.
Bardaginn fór fram í New York og hefur Dillashaw verið dæmdur í eins árs bann af íþróttasambandi New York (NYSAC). Lyfjaprófið var tekið þann 18. janúar eða daginn fyrir bardagann og telst því innan keppnis. Í þeim lyfjaprófum er ekki bara prófað fyrir frammistöðubætandi efni heldur einnig fyrir önnur efni eins og kannabis og fíkniefni. Ekki hefur verið greint frá því hvaða efni þetta var sem fannst í lyfjaprófinu.
Bannið nær því frá 18. janúar og er bantamvigtartitillinn laus.