spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentT.J. Dillashaw og Cody Garbrandt sagðir mætast aftur í sumar

T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt sagðir mætast aftur í sumar

Titilbardagi á milli T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt er sagður vera í vinnslu. Miðað við nýjustu fregnir á bardaginn að fara fara fram á UFC 227 í ágúst og verður hugsanlega staðfestur á föstudaginn.

Bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw tók beltið sitt aftur með sigri á Cody Garbrandt á UFC 217 í fyrra. Dillashaw rotaði Garbrandt í frábærum bardaga en þetta var fyrsta titilvörn Garbrandt. Hvorugur hefur barist síðan þá en miðað við frétt ESPN mætast þeir aftur á UFC 227 þann 4. ágúst.

Á morgun, föstudag, verður UFC með blaðamannafund þar sem þeir opinbera komandi bardaga og dagskrá sumarsins. Talið er að bardaginn verði staðfestur þá en Garbrandt virðist í það minnsta vera á leið til Brooklyn þar sem blaðamannafundurinn fer fram.

Þetta þýðir það að Dillashaw og Demetrious Johnson muni ekki mætast eins og vonast var eftir en Dillashaw ætlaði niður í fluguvigt til að skora á meistarann Demetrious Johnson. Það eru mikil vonbrigði og stefnir því að Johnson mæti Henry Cejudo öðru sinni en sá bardagi hefur ekki verið tilkynntur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular