Titilbardagi á milli T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt er sagður vera í vinnslu. Miðað við nýjustu fregnir á bardaginn að fara fara fram á UFC 227 í ágúst og verður hugsanlega staðfestur á föstudaginn.
Bantamvigtarmeistarinn T.J. Dillashaw tók beltið sitt aftur með sigri á Cody Garbrandt á UFC 217 í fyrra. Dillashaw rotaði Garbrandt í frábærum bardaga en þetta var fyrsta titilvörn Garbrandt. Hvorugur hefur barist síðan þá en miðað við frétt ESPN mætast þeir aftur á UFC 227 þann 4. ágúst.
Á morgun, föstudag, verður UFC með blaðamannafund þar sem þeir opinbera komandi bardaga og dagskrá sumarsins. Talið er að bardaginn verði staðfestur þá en Garbrandt virðist í það minnsta vera á leið til Brooklyn þar sem blaðamannafundurinn fer fram.
See you soon Brooklyn!! ??
— Cody Garbrandt (@Cody_Nolove) April 4, 2018
Þetta þýðir það að Dillashaw og Demetrious Johnson muni ekki mætast eins og vonast var eftir en Dillashaw ætlaði niður í fluguvigt til að skora á meistarann Demetrious Johnson. Það eru mikil vonbrigði og stefnir því að Johnson mæti Henry Cejudo öðru sinni en sá bardagi hefur ekki verið tilkynntur.