spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTalið að UFC 249 fari fram í Flórída

Talið að UFC 249 fari fram í Flórída

UFC rembist nú við að halda stórt bardagakvöld þann 9. maí. Bardagakvöldið á nú að vera í Flórída.

UFC 249 átti upphaflega að vera um síðustu helgi í New York. UFC 250 átti síðan að vera þann 9. maí í Brasilíu en vegna kórónaveirunnar hefur UFC þurft að hætta við eða fresta flest bardagakvöldin sín.

Ekki verður hætt við UFC 249 heldur verður það haldið þann 9. maí í Flórída samkvæmt MMA Fighting. Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, telur atvinnumannaíþróttir vera nauðsynlega þjónustu og er til í að leyfa slíka viðburði að fara fram án áhorfenda.

WWE fjölbragðaglíman hefur þegar fengið leyfa til að halda lokaðan viðburð. Boxsamband Flórída (sem hefur yfirumsjón með MMA viðburðum í ríkinu) er tilbúið að leyfa viðburðinum að fara fram svo lengi sem áhorfendum verði ekki hleypt inn. Sambandið hefur leyfði MMA viðburði að fara fram í mars í miðjum faraldrinum.

UFC 249 verður því á sínum stað þann 9. maí en þeir Tony Ferguson og Justin Gaethje eiga að mætast í aðalbardaga kvöldsins. Henry Cejudo mun síðan að öllum líkindum mæta Dominick Cruz um bantamvigtartitil UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular