Kolbeinn Kristinsson kom í Tappvarpið og fór yfir sinn feril í boxinu. Kolbeinn er kominn á samning hjá Salita Promotions og er margt spennandi framundan hjá honum á næstunni.
Atvinnuboxarinn Kolbeinn Kristinsson (12-0) hefur barist sem atvinnumaður frá 2014. Með samningnum við Salita Promotions er mun auðveldara fyrir Kolbein að fá bardaga. Kolbeinn vonaðist eftir að fá fimm bardaga á árinu og var kominn með bardaga í mars. Vegna kórónaveirunnar féll bardaginn niður en Kolbeinn er vongóður um að fá bardaga síðla sumars eða í haust.
Annað sem var rætt í þættinum:
-Atvinnuhnefaleikar á Íslandi og vonir hans um að berjast hér heima
-Þjálfarinn SugarHill Steward
-Strögglið við að fá bardaga
-Höfuðhögg
-Bardaga Hafþórs og Eddie Hall