Í 119. þætti Tappvarpsins var farið ítarlega yfir UFC 260 um komandi helgi. Þar mætast þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou í aðalbardaga kvöldsins um þungavigtartitilinn.
Bjarki Ómarsson og Halldór Halldórsson fóru vel yfir bardagakvöldið ásamt Pétri Marinó í þætti vikunnar:
-UFC 119 sögustund
-Trillan
-Fréttir vikunnar
-Ótrúlegt ferðalag Francis Ngannou
-Slökkviliðsmaðurinn Stipe
-Verður Ngannou rólegri?
-Getur Ngannou stöðvað fellurnar?
-Mun hakan hans Stipe standa þetta af sér?
-Hvað mun Jon Jones segja?
-Síðasti bardagi Tyron Woodley í UFC?
-Kemst Sean O’Malley aftur á sigurbraut
Þáttinn má hlusta á öllum helstu hlaðvarpsveitum.