Í 40. þætti Tappvarpsins fórum við vel yfir UFC 214 sem fram fór um síðustu helgi. Þar fengum við að sjá Jon Jones upp á sitt besta er hann sigraði Daniel Cormier.
Í þættinum ræddum við um UFC 214 og fórum aðeins í stöðuna í veltivigtinni. Enginn augljós áskorandi er handan við hornið fyrir Tyron Woodley og verður áhugavert að sjá hvort Robbie Lawler fái næsta titilbardaga eða ekki.
Jon Jones er kominn aftur og vonumst við eftir að sjá hann næst á móti Alexander Gustafsson. Volkan Oezdemir hefur óvænt blandað sér í toppbaráttuna og fórum við einnig yfir þá endurnýjun sem virðist vera að eiga sér stað í léttþungavigtinni.
Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og í hlaðvarpsþjónustu iTunes. Þátturinn er tekinn upp í stúdíoinu hjá Baklandi og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstöðuna.