spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomePodcastTappvarpið 68. þáttur: Er hægt að vinna Jon Jones? Upphitun fyrir UFC...

Tappvarpið 68. þáttur: Er hægt að vinna Jon Jones? Upphitun fyrir UFC 239

UFC 239 fer fram á laugardaginn þar sem Jon Jones mætir Thiago Santos í aðalbardaga kvöldsins. Farið var vel yfir bardagakvöldið í nýjasta Tappvarpinu.

Tappvarpið er komið í Viftuna en Viftan er hlaðvarpsmiðstöð fyrir íþrótta- og afþreyingarþætti.

UFC 239 verður hápunktur International Fight Week hjá UFC og er mikil spenna fyrir bardagakvöldinu. Jon Jones lítur út fyrir að vera nánast ósigrandi og veltum við því fyrir okkur hvað þarf til að sigra Jones. Thiago Santos er höggþungur og með mörg rothögg á ferilskránni en hingað til hefur Jones verið í litlum vandræðum með andstæðinga sína – hverjir sem styrkleikar þeirra kunna að vera.

Þá mætir Amanda Nunes Holly Holm í næstsíðasta bardaga kvöldsins en ef Nunes nær að sigra Holm hefur hún unnið alla meistara flokksins í UFC.

Diego Sanchez mætir Michael Chiesa á laugardaginn. Nýr þjálfari Diego Sanchez hefur vakið athygli en Sanchez er eini UFC bardagamaðurinn sem hann hefur þjálfað. Fabia kallar sig græðara og mun Sanchez keppa fyrir hönd School of Self-Awareness.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular