spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomePodcastTappvarpið 70. þáttur: UFC 240 upphitun og leiðindi Leon Edwards

Tappvarpið 70. þáttur: UFC 240 upphitun og leiðindi Leon Edwards

UFC 240 fer fram um helgina þar sem Max Holloway mætir Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins. Við hituðum því vel upp fyrir bardagakvöldið en fórum einnig aðeins yfir sigur Leon Edwards um síðustu helgi á Rafael dos Anjos.

Tappvarpið er komið í Viftuna en Viftan er hlaðvarpsmiðstöð fyrir íþrótta- og afþreyingarþætti. Pétur Marinó og Óskar Örn fóru yfir UFC 240 í nýjasta Tappvarpinu.

Max Holloway snýr aftur í fjaðurvigt eftir léttvigtarbardaga sinn gegn Dustin Poirier í apríl. Holloway tapaði í fyrsta sinn síðan 2013 þegar Poirier sigraði hann og fer hann nú aftur í fjaðurvigt til að verja beltið.

Leon Edwards sigraði Rafael dos Anjos eftir dómaraákvörðun um síðustu helgi. Edwards er á magnaðri átta bardaga sigurgöngu en er aftur á móti ekki sá vinsælasti í veltivigtinni í dag. Edwards þarf því sennilega að gera meira til að fá titilbardaga eins og rætt var um í Tappvarpinu.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular