UFC 242 fór fram um helgina í Abu Dhabi þar sem Khabib Nurmagomedov sigraði Dustin Poirier. Í nýjasta Tappvarpinu fórum við vel yfir helgina.
Khabib Nurmagomedov virkar óstöðvandi þessa dagana. Dustin Poirier átti tvö góð augnablik í bardaganum en þrátt fyrir það var Khabib Nurmagomedov einhvern veginn alltaf með sigurinn í hendi sér.
Er Khabib besti bardagamaður heims í dag? Fær Tony Ferguson loksins að mæta Khabib eða mun Dana White henda Conor McGregor aftur inn gegn Khabib? Þetta og meira var rætt í þættinum sem hlusta má í heild sinni hér.