UFC 245 fer fram um helgina þar sem þrír titilbardagar eru á dagskrá. Í 83. þætti Tappvarpsins hituðum við vel upp fyrir bardagakvöldið stóra.
UFC 245 fer fram í Las Vegas um helgina þar sem þeir Colby Covington og Kamaru Usman mætast í aðalbardaga kvöldsins. Colby Covington hefur látið ýmis skrautleg ummæli falla á síðustu árum og gerðum við fávitagreiningu á hegðun hans á síðustu árum.
Auk þess fórum við yfir helstu bardaga kvöldsins um helgina og spáðum í spilin. Eins og áður segir verða þrír titilbardagar á dagskrá um helgina. Kamaru Usman mætir Colby Covington um veltivigtartitilinn, Max Holloway mætir Alexander Volkanovski um fjaðurvigtartitilinn og Amanda Nunes mætir Germaine de Randamie um bantamvigtartitil kvenna.