95. þáttur Tappvarpsins er kominn út. Í þættinum fórum við yfir UFC 250 um síðustu helgi og nýjustu fréttir vikunnar.
Amanda Nunes rústaði Felicia Spencer um síðustu helgi. Spencer átti ekki séns í bardaganum og var þetta öruggur sigur hjá Nunes.
Jorge Masvidal og Jon Jones hafa verið í opinberum deilum við UFC um samninginn sinn. Nokkur ókyrrð hefur verið hjá þessum stærstu stjörnum UFC en Conor McGregor ákvað einnig að hætta (í þriðja sinn). Nokkrir titilbardagar hafa verið staðfestir og fórum við yfir þá einnig.
Bjarki Ómarsson er orðinn nýr aðstoðarstjórnandi þáttarins og mun hann gefa góða innsýn í bardagaheiminn enda atvinnubardagamaður sjálfur.