Thursday, March 28, 2024
HomePodcastTappvarpið 97. þáttur: UFC 251 upphitun

Tappvarpið 97. þáttur: UFC 251 upphitun

UFC 251 fer fram á laugardaginn. Í 97. þætti Tappvarpsins hituðum við vel upp fyrir bardagakvöldið.

UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Kamaru Usman og Jorge Masvidal. Sá síðarnefndi kemur inn með aðeins viku fyrirvara eftir að Gilbert Burns greindist með kórónaveiruna.

„Leiðinlegt að segja þetta en ég er smá ánægður að hann [Burns] fékk Covid. Þetta er fightinn sem við vildum sjá, þetta er fightinn sem átti að vera og hann á þennan fight alveg skilið. Þetta er skemmtilegra á blaði og verður örugglega skemmtilegri fight,“ segir Bjarki Ómarsson meðal annars um aðalbardaga kvöldsins á laugardaginn.

Farið var einnig vel yfir bardaga Max Holloway og Alexander Volkanovski en þar er barist um fjaðurvigtartitilinn. Fyrri bardagi þeirra fór fram í desember á síðasta ári þar sem Volkanovski sigraði eftir dómaraákvörðun og var krýndur nýr meistari.

„Volkanovski var með geggjað gameplan. Þegar þú horfir á Max Holloway keppa, hann er með svo geggjaðan ryðma. Þegar hann kemst í sinn ryðma þá kemst hann í þennan dans. Þeir [Volkanovski og hans lið] fókusuðu á að eyðileggja þennan ryðma,“ segir Bjarki um fyrri bardaga þeirra.

Þrír titilbardagar verða á dagskrá en hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular